Mæting er aðalatriðið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 09:45 Það er bjart yfir stúdínunni þrátt fyrir hæsina. Vísir/Anton Brink Þegar hringt er í Ragnheiði Silju Kristjánsdóttur, nýbakaðan dúx Menntaskólans í Hamrahlíð, svarar alveg ótrúlega hás rödd. „Það kom trúbador í veisluna mína, við sungum dálítið mikið saman,“ segir hún til skýringar. „Ég söng líka á Vorvítamíntónleikum Hamrahlíðarkóranna á fimmtudaginn og það er búið að vera ansi mikið álag. Svo sleppti ég mér algerlega á útskriftardaginn, var samt ekki að drekka áfengi þótt því trúi enginn!“ Ragnheiður Silja varð stúdent af opinni braut í MH með áherslu á stærðfræði og þýsku. Meðaleinkunn hennar var 9,64. Hún þakkar skipulagi og góðu skammtímaminni árangurinn. „Þó held ég að mæting í tíma sé aðalatriðið, mæting kemur inn í allar einkunnir og þegar kemur að upprifjun fyrir próf þá er maður búinn að heyra allt áður. Svo er metnaður fyrir því að gera það sem maður á að gera mikilvægur og að skila öllu á réttum tíma.“ Fyrstu tvö árin í skólanum lærði Ragnheiður Silja á fiðlu og síðustu þrjú árin hefur hún sungið í kórnum. Svo spilar hún handbolta með meistaraflokki kvenna í Víkingi og er þar í markinu. En skyldi hún vera farin að skipuleggja framtíðina? „Ég er að fara í inntökupróf í sjúkraþjálfun og ætla ekki að plana neitt annað fyrr en ég sé hvernig það fer. En ég verð á Íslandi næsta árið til að spila handbolta og hvort ég fer í háskólanám kemur í ljós í júlí.“ Dúxar Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Þegar hringt er í Ragnheiði Silju Kristjánsdóttur, nýbakaðan dúx Menntaskólans í Hamrahlíð, svarar alveg ótrúlega hás rödd. „Það kom trúbador í veisluna mína, við sungum dálítið mikið saman,“ segir hún til skýringar. „Ég söng líka á Vorvítamíntónleikum Hamrahlíðarkóranna á fimmtudaginn og það er búið að vera ansi mikið álag. Svo sleppti ég mér algerlega á útskriftardaginn, var samt ekki að drekka áfengi þótt því trúi enginn!“ Ragnheiður Silja varð stúdent af opinni braut í MH með áherslu á stærðfræði og þýsku. Meðaleinkunn hennar var 9,64. Hún þakkar skipulagi og góðu skammtímaminni árangurinn. „Þó held ég að mæting í tíma sé aðalatriðið, mæting kemur inn í allar einkunnir og þegar kemur að upprifjun fyrir próf þá er maður búinn að heyra allt áður. Svo er metnaður fyrir því að gera það sem maður á að gera mikilvægur og að skila öllu á réttum tíma.“ Fyrstu tvö árin í skólanum lærði Ragnheiður Silja á fiðlu og síðustu þrjú árin hefur hún sungið í kórnum. Svo spilar hún handbolta með meistaraflokki kvenna í Víkingi og er þar í markinu. En skyldi hún vera farin að skipuleggja framtíðina? „Ég er að fara í inntökupróf í sjúkraþjálfun og ætla ekki að plana neitt annað fyrr en ég sé hvernig það fer. En ég verð á Íslandi næsta árið til að spila handbolta og hvort ég fer í háskólanám kemur í ljós í júlí.“
Dúxar Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira