Neymar mætti meðal annars á leik hjá Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar og þá mætti kappinn einnig í spjallþátt Jimmy Kimmel.
Neymar var þó ekki innandyra í „Jimmy Kimmel Live“ þættinum heldur var hann mættur með fótboltann sinn upp á þak.
Neymar fékk nefnilega það verkefni að skora mark yfir Hollywood Boulevard eina frægustu og fjölförnustu götuna í Los Angeles.
Neymar tókst markmiðið sitt, reyndar ekki í fyrstu tilraun, og skoraði laglegt mark sem hann fagnaði vel með gestum í sal.
Það þurfti reyndar að loka Hollywood Boulevard götunni á meðan þessi áhugaverði skotleikur Jimmy Kimmel stóð yfir.
Lofthræddir gætu reyndar átt í smá erfiðleikum með að horfa á tilraun Neymar enda kappinn staddur upp á litlu gervigrasi upp á þaki á byggingu þar sem hann þurfti eins mikið tilhlaup og mögulegt var.