Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 15:30 Mario Mandzukic skorar hér markið sitt á móti Real Madrid. Vísir/Getty Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira