Ég hef bætt mig mikið á þessu ári Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2017 06:45 Janus Daði verður í stóru hlutverki hjá landsliðinu í næstu leikjum rétt eins og hjá Álaborg. vísir/ernir Strákarnir okkar æfa nú af kappi fyrir æfingamót í Noregi sem fer fram 8. til 11. júní. Flesta sterkustu leikmenn liðsins vantar í þetta verkefni og því gullið tækifæri fyrir marga aðra að láta ljós sitt skína. Janus Daði Smárason fékk stóra tækifærið á HM í janúar og hefur spilað reglulega síðan. Hann fór til Álaborgar eftir HM og varð danskur meistari með félaginu á dögunum. Janus sér ekki eftir því að hafa farið til Danmerkur.Var tilbúinn í atvinnumennsku „Mér fannst ég vera tilbúinn og geta haldið áfram að bæta mig. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið á þessu ári,“ segir Janus Daði en hann fékk mikið traust hjá þjálfara sínum í Álaborg, Aroni Kristjánssyni, og spilaði mikið. „Það var æðislegt. Ég er að spila með og keppa á móti mönnum sem eru betri en ég hef verið að mæta áður og það hjálpar mér að taka skrefin fram á við. Það var gaman að taka þátt í þessu ævintýri. Þetta var líklega eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég er svo ungur. Ég hef ekki upplifað neitt.“Meistari á hverju ári Þetta er þriðja árið í röð sem Janus Daði verður landsmeistari en hann var meistari með Haukum tvö ár á undan. „Ég er heppinn að vera alltaf í svona góðum liðum,“ segir Janus kíminn en hann fær að spila í Meistaradeildinni næsta vetur og fær örugglega enn stærra hlutverk í liðinu. Hann fór í stutt frí til Selfoss áður en hann mætti aftur í slaginn með landsliðinu. „Það er gott að komast aftur í gang og klára svo sumarið á því að tryggja okkur inn á EM. Við erum staðráðnir í því. Þetta mót í Noregi verður skemmtilegt. Öll liðin sakna lykilmanna. Það verður gaman að fá meiri ábyrgð og svo gaman fyrir peyjana sem eiga skilið að fá tækifæri,“ segir Janus en í kjölfarið eru það síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM og þar er mikið undir. „Við förum í þá leiki til að vinna og ég held að við gerum það. Það er ekkert annað í boði.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Strákarnir okkar æfa nú af kappi fyrir æfingamót í Noregi sem fer fram 8. til 11. júní. Flesta sterkustu leikmenn liðsins vantar í þetta verkefni og því gullið tækifæri fyrir marga aðra að láta ljós sitt skína. Janus Daði Smárason fékk stóra tækifærið á HM í janúar og hefur spilað reglulega síðan. Hann fór til Álaborgar eftir HM og varð danskur meistari með félaginu á dögunum. Janus sér ekki eftir því að hafa farið til Danmerkur.Var tilbúinn í atvinnumennsku „Mér fannst ég vera tilbúinn og geta haldið áfram að bæta mig. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið á þessu ári,“ segir Janus Daði en hann fékk mikið traust hjá þjálfara sínum í Álaborg, Aroni Kristjánssyni, og spilaði mikið. „Það var æðislegt. Ég er að spila með og keppa á móti mönnum sem eru betri en ég hef verið að mæta áður og það hjálpar mér að taka skrefin fram á við. Það var gaman að taka þátt í þessu ævintýri. Þetta var líklega eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég er svo ungur. Ég hef ekki upplifað neitt.“Meistari á hverju ári Þetta er þriðja árið í röð sem Janus Daði verður landsmeistari en hann var meistari með Haukum tvö ár á undan. „Ég er heppinn að vera alltaf í svona góðum liðum,“ segir Janus kíminn en hann fær að spila í Meistaradeildinni næsta vetur og fær örugglega enn stærra hlutverk í liðinu. Hann fór í stutt frí til Selfoss áður en hann mætti aftur í slaginn með landsliðinu. „Það er gott að komast aftur í gang og klára svo sumarið á því að tryggja okkur inn á EM. Við erum staðráðnir í því. Þetta mót í Noregi verður skemmtilegt. Öll liðin sakna lykilmanna. Það verður gaman að fá meiri ábyrgð og svo gaman fyrir peyjana sem eiga skilið að fá tækifæri,“ segir Janus en í kjölfarið eru það síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM og þar er mikið undir. „Við förum í þá leiki til að vinna og ég held að við gerum það. Það er ekkert annað í boði.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira