Ekki spennt fyrir miðnætursólinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júní 2017 13:30 Chaka Khan hlakkar til að tengjast fólki hér á landi andlega og að smakka hákarl – en það er ekki víst að hún verði svo spennt fyrir honum eftir smakkið. Hefur þú áður sótt Ísland heim? „Nei, þetta verður mitt fyrsta sinn!“Hvað veistu um land og þjóð? „Ég veit að þar er fallegt og hrjóstrugt landslag. Ég er líka meðvituð um það að Ísland er þekkt sem land elds og íss vegna mikils fjölda jökla og eldfjalla sem þar eru.“Eins og þú segir er Ísland þekkt fyrir öfgafullt landslag sem og eldfjöll og jökla. Secret Solstice hátíðin stendur fyrir veisluhöldum inni í hraungöngum og jökli þetta árið – hefur þú spilað í slíku umhverfi áður? „Nei, en það er hins vegar staður í Colorado sem heitir Red Rocks sem mér dettur í hug. Hljómburðurinn og landslagið gera upplifunina alltaf frekar dularfulla þegar ég er utandyra.“Íslenska sumarið felur í sér að það er bjart allan sólarhringinn. Getur þú sagt frá því hvernig dagurinn þinn yrði ef þú þyrftir að búa við slíkar aðstæður? „Ég myndi reyna eftir öllum mætti að skapa dimmu í kringum mig! (hlær) Ég myndi reyna af öllum mætti að halda mér góðri svo ég yrði ekki alveg biluð og ég myndi líklega gera þá hluti sem ég geri venjulega nema ég myndi eyða verulegum tíma í að búa til dimmu í umhverfi mínu. Ég hef áður spilað mjög norðarlega í heiminum, ég held að það hafi verið í Svíþjóð – þar settist sólin aldrei og það gerði mig smá bilaða. Ég þarf að fá mér myrkratjöld!“Á Íslandi búa um það bil 300.000 manns, þannig að þú getur ímyndað þér hversu samþjöppuð tónlistarsenan er. Hvað myndir þú segja, sem reynslubolti, að væru mikilvægustu hlutirnir til að halda tónlistarsenum heilbrigðum og góðum? „Það er frábært þegar listamenn styðja hver annan en það gerist ekki alltaf. Það er mikil öfundsýki og keppnisskap í þessum bransa, því miður. Mörgum líður reyndar ekki þannig en þetta er mín reynsla. Þú þarft að vera góður, vel rúnnaður listamaður sem notar og fullkomnar heilunarmátt tónlistarinnar.“Íslendingar leggja sér ýmislegt til munns sem er ekki hægt að finna í öðrum löndum – hvað eru exótískustu eða skrítnustu réttir sem þú hefur smakkað? „Í Suður-Afríku borðaði ég sturlaða hluti eins og til dæmis skordýr og ég borðaði það allt og líkaði vel. Ég er mjög spennt fyrir því að smakka eitthvað nýtt á Íslandi.“Myndir þú smakka svið? Hvað um hákarl, lunda eða hval? „Algjörlega! Ég hef smakkað hákarl áður og ég hefði mikinn áhuga á að bragða hann aftur.“Hvað ertu spenntust fyrir að gera á Íslandi og á Secret Solstice hátíðinni? „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta til Íslands á mjög öflugum og andlegum tíma í náttúrunni og að tengja við fólk á andlegu nótunum.“Þekkir þú eitthvert íslenskt tónlistarfólk? „Nei, því miður!“En Björk, þekkirðu hana? „Ó, já ég þekki hana! Ég vissi ekki að hún væri íslensk, ég elska hana! Hún er algjörlega frábær.“ Secret Solstice Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hefur þú áður sótt Ísland heim? „Nei, þetta verður mitt fyrsta sinn!“Hvað veistu um land og þjóð? „Ég veit að þar er fallegt og hrjóstrugt landslag. Ég er líka meðvituð um það að Ísland er þekkt sem land elds og íss vegna mikils fjölda jökla og eldfjalla sem þar eru.“Eins og þú segir er Ísland þekkt fyrir öfgafullt landslag sem og eldfjöll og jökla. Secret Solstice hátíðin stendur fyrir veisluhöldum inni í hraungöngum og jökli þetta árið – hefur þú spilað í slíku umhverfi áður? „Nei, en það er hins vegar staður í Colorado sem heitir Red Rocks sem mér dettur í hug. Hljómburðurinn og landslagið gera upplifunina alltaf frekar dularfulla þegar ég er utandyra.“Íslenska sumarið felur í sér að það er bjart allan sólarhringinn. Getur þú sagt frá því hvernig dagurinn þinn yrði ef þú þyrftir að búa við slíkar aðstæður? „Ég myndi reyna eftir öllum mætti að skapa dimmu í kringum mig! (hlær) Ég myndi reyna af öllum mætti að halda mér góðri svo ég yrði ekki alveg biluð og ég myndi líklega gera þá hluti sem ég geri venjulega nema ég myndi eyða verulegum tíma í að búa til dimmu í umhverfi mínu. Ég hef áður spilað mjög norðarlega í heiminum, ég held að það hafi verið í Svíþjóð – þar settist sólin aldrei og það gerði mig smá bilaða. Ég þarf að fá mér myrkratjöld!“Á Íslandi búa um það bil 300.000 manns, þannig að þú getur ímyndað þér hversu samþjöppuð tónlistarsenan er. Hvað myndir þú segja, sem reynslubolti, að væru mikilvægustu hlutirnir til að halda tónlistarsenum heilbrigðum og góðum? „Það er frábært þegar listamenn styðja hver annan en það gerist ekki alltaf. Það er mikil öfundsýki og keppnisskap í þessum bransa, því miður. Mörgum líður reyndar ekki þannig en þetta er mín reynsla. Þú þarft að vera góður, vel rúnnaður listamaður sem notar og fullkomnar heilunarmátt tónlistarinnar.“Íslendingar leggja sér ýmislegt til munns sem er ekki hægt að finna í öðrum löndum – hvað eru exótískustu eða skrítnustu réttir sem þú hefur smakkað? „Í Suður-Afríku borðaði ég sturlaða hluti eins og til dæmis skordýr og ég borðaði það allt og líkaði vel. Ég er mjög spennt fyrir því að smakka eitthvað nýtt á Íslandi.“Myndir þú smakka svið? Hvað um hákarl, lunda eða hval? „Algjörlega! Ég hef smakkað hákarl áður og ég hefði mikinn áhuga á að bragða hann aftur.“Hvað ertu spenntust fyrir að gera á Íslandi og á Secret Solstice hátíðinni? „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta til Íslands á mjög öflugum og andlegum tíma í náttúrunni og að tengja við fólk á andlegu nótunum.“Þekkir þú eitthvert íslenskt tónlistarfólk? „Nei, því miður!“En Björk, þekkirðu hana? „Ó, já ég þekki hana! Ég vissi ekki að hún væri íslensk, ég elska hana! Hún er algjörlega frábær.“
Secret Solstice Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira