Fuglarnir, fjörðurinn og landið og Hugsað heim í Þjóðminjasafninu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 10:15 Inga Lísa og Kristín Halla við vegginn með myndum þeirrar fyrrnefndu. Vísir/Anton Brink Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í dag, 3. júní í Þjóðminjasafninu. Sýningin Fuglarnir, fjörðurinn og landið – Ljósmyndir Björns Björnssonar er í stóra salnum og sýningin Hugsað heim með þrykktum eftir Ingu Lísu Middleton er á veggnum fyrir framan. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands er höfundur sýningar Björns. En hver var hann? „Björn Björnsson sem fæddist 1885 og lést 1977 var mestalla ævi kaupmaður á Neskaupstað. Hann var sá fyrsti hér á landi sem lagði sig eftir fuglaljósmyndun og náði, held ég, að mynda alla varpfugla Íslands. Örninn var hans fugl því Björn lá úti til að ná myndum af honum og var harður talsmaður þess að örninn yrði friðaður, meðan ýmsir bændur vildu hann feigan því hann lagðist á búfé.“ Myndir Björns eru margar sögulegar og þar eiga fuglarnir líka sinn sess.Björn var hálfgerður bæjarljósmyndari á Neskaupstað, að sögn Kristínar, myndaði viðburði, fólk, hús og staði. „Við erum með dálítið af myndum sem hann framkallaði og fjölfaldaði og seldi í búðinni sinni. Margir fengu slíkar myndir í gjafir.“ Á sýningunni í salnum eru sýndar gamlar prentanir frá Birni, sumar handlitaðar og svo nýjar stækkanir eftir filmum hans sem ljósmyndari safnsins hefur framkallað. Kristín segir í raun fjögur þemu í sýningunni, ferðalangurinn og náttúruunnandinn Björn, fuglarnir, Norðfjörður og nágrenni hans og Reykjavíkurmyndir. Hann hafi búið í Reykjavík síðustu 30 ár ævi sinnar. Átti hann góðar myndarvélar. „Já, hann eyddi miklu í góðan vélbúnað og ferðalög, þó hann væri áhugaljósmyndari. Var kominn með bíl áður en Norðfjörður komst í vegasamband og geymdi hann á Eskifirði, fór þangað á hesti eða bát og keyrði þaðan.“ Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í dag, 3. júní í Þjóðminjasafninu. Sýningin Fuglarnir, fjörðurinn og landið – Ljósmyndir Björns Björnssonar er í stóra salnum og sýningin Hugsað heim með þrykktum eftir Ingu Lísu Middleton er á veggnum fyrir framan. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands er höfundur sýningar Björns. En hver var hann? „Björn Björnsson sem fæddist 1885 og lést 1977 var mestalla ævi kaupmaður á Neskaupstað. Hann var sá fyrsti hér á landi sem lagði sig eftir fuglaljósmyndun og náði, held ég, að mynda alla varpfugla Íslands. Örninn var hans fugl því Björn lá úti til að ná myndum af honum og var harður talsmaður þess að örninn yrði friðaður, meðan ýmsir bændur vildu hann feigan því hann lagðist á búfé.“ Myndir Björns eru margar sögulegar og þar eiga fuglarnir líka sinn sess.Björn var hálfgerður bæjarljósmyndari á Neskaupstað, að sögn Kristínar, myndaði viðburði, fólk, hús og staði. „Við erum með dálítið af myndum sem hann framkallaði og fjölfaldaði og seldi í búðinni sinni. Margir fengu slíkar myndir í gjafir.“ Á sýningunni í salnum eru sýndar gamlar prentanir frá Birni, sumar handlitaðar og svo nýjar stækkanir eftir filmum hans sem ljósmyndari safnsins hefur framkallað. Kristín segir í raun fjögur þemu í sýningunni, ferðalangurinn og náttúruunnandinn Björn, fuglarnir, Norðfjörður og nágrenni hans og Reykjavíkurmyndir. Hann hafi búið í Reykjavík síðustu 30 ár ævi sinnar. Átti hann góðar myndarvélar. „Já, hann eyddi miklu í góðan vélbúnað og ferðalög, þó hann væri áhugaljósmyndari. Var kominn með bíl áður en Norðfjörður komst í vegasamband og geymdi hann á Eskifirði, fór þangað á hesti eða bát og keyrði þaðan.“
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira