Þriðja atlagan að þeim stóra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 06:00 Gianluigi Buffon er einn besti markvörður allra tíma. Hann dreymir um að vinna Meistaradeild Evrópu áður en hanskarnir fara á hilluna. nordicphotos/getty Gianluigi Buffon var tilbúinn strax og hann steig fæti inn á fótboltavöll. Hann var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Parma, gegn stjörnum prýddu liði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni 19. nóvember 1995. Buffon varði glæsilega frá ekki ómerkari sóknarmönnum en Robert Baggio og George Weah og hélt marki sínu hreinu. Það er nákvæmlega það sem Buffon hefur gert undanfarin 22 ár. Markvörðurinn öflugi hefur verið á toppnum í tvo áratugi og Herra Tími virðist ekki enn hafa náð í skottið á honum. Afrekaskráin er löng og glæsileg en það er bara eitt sem vantar. Og í kvöld fær hann tækifæri til að bæta úr því þegar Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn 39 ára Buffon þráir að vinna bikarinn með stóru eyrun og sú þrá heldur honum gangandi. Þetta er í þriðja sinn sem Buffon kemst með Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann vonast eftir betri niðurstöðu en í fyrri tvö skiptin. Árið 2003 mættust ítölsku stórliðin AC Milan og Juventus í úrslitaleik á Old Trafford. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Buffon varði tvær spyrnur Milan en það dugði ekki til. Tapið fékk mikið á Buffon sem glímdi við þunglyndi í kjölfarið. Hann leitaði sér að lokum hjálpar sálfræðings og náði bata. Buffon fékk annað tækifæri til að verða Evrópumeistari fyrir tveimur árum þegar Juventus mætti Barcelona á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Buffon varði stórkostlega frá Dani Alves, samherja sínum í dag, í fyrri hálfleik en hefði kannski getað gert betur í öðru marki Barcelona sem Luis Suárez skoraði. Neymar skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og tryggði Börsungum 3-1 sigur. Nú eru Buffon og félagar mættir aftur á stærsta sviðið og það með mikið breytt lið. Frá úrslitaleiknum 2015 hafa leikmenn á borð við Carlos Tevez, Paul Pogba, Patrice Evra, Arturo Vidal, Álvaro Morata og Andrea Pirlo yfirgefið Juventus. En samt sér ekki högg á vatni. Buffon hefur verið frábær í Meistaradeildinni í vetur og hélt m.a. marki sínu hreinu í 600 mínútur samfleytt. Juventus hefur bara fengið á sig eitt mark í sex leikjum í útsláttarkeppninni og hélt m.a. hreinu í báðum leikjunum gegn Barcelona í 8-liða úrslitunum. Buffon á sér marga aðdáendur og nýtur mikillar virðingar, bæði hjá samherjum og mótherjum. Og þeir eru margir sem vilja sjá hann vinna Meistaradeildina, hvort sem þeir halda með Juventus eða ekki. Það hefur jafnvel verið talað um að hann eigi skilið að vinna Gullboltann sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skipst á að vinna undanfarinn áratug. „Hann á það skilið, bæði vegna þess sem hann hefur afrekað á sínum ferli og fyrir frammistöðuna á þessu tímabili. Það væri gott fyrir annan markvörð að vinna þetta en [Lev] Yashin,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, um Buffon. Sama hvernig leikurinn fer í kvöld verður Buffon alltaf talinn einn af bestu markvörðum allra tíma, ef ekki sá besti. En sigur myndi fullkomna frábæran feril og veita markverðinum hugarró eftir vonbrigðin sáru í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira
Gianluigi Buffon var tilbúinn strax og hann steig fæti inn á fótboltavöll. Hann var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Parma, gegn stjörnum prýddu liði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni 19. nóvember 1995. Buffon varði glæsilega frá ekki ómerkari sóknarmönnum en Robert Baggio og George Weah og hélt marki sínu hreinu. Það er nákvæmlega það sem Buffon hefur gert undanfarin 22 ár. Markvörðurinn öflugi hefur verið á toppnum í tvo áratugi og Herra Tími virðist ekki enn hafa náð í skottið á honum. Afrekaskráin er löng og glæsileg en það er bara eitt sem vantar. Og í kvöld fær hann tækifæri til að bæta úr því þegar Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn 39 ára Buffon þráir að vinna bikarinn með stóru eyrun og sú þrá heldur honum gangandi. Þetta er í þriðja sinn sem Buffon kemst með Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann vonast eftir betri niðurstöðu en í fyrri tvö skiptin. Árið 2003 mættust ítölsku stórliðin AC Milan og Juventus í úrslitaleik á Old Trafford. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Buffon varði tvær spyrnur Milan en það dugði ekki til. Tapið fékk mikið á Buffon sem glímdi við þunglyndi í kjölfarið. Hann leitaði sér að lokum hjálpar sálfræðings og náði bata. Buffon fékk annað tækifæri til að verða Evrópumeistari fyrir tveimur árum þegar Juventus mætti Barcelona á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Buffon varði stórkostlega frá Dani Alves, samherja sínum í dag, í fyrri hálfleik en hefði kannski getað gert betur í öðru marki Barcelona sem Luis Suárez skoraði. Neymar skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og tryggði Börsungum 3-1 sigur. Nú eru Buffon og félagar mættir aftur á stærsta sviðið og það með mikið breytt lið. Frá úrslitaleiknum 2015 hafa leikmenn á borð við Carlos Tevez, Paul Pogba, Patrice Evra, Arturo Vidal, Álvaro Morata og Andrea Pirlo yfirgefið Juventus. En samt sér ekki högg á vatni. Buffon hefur verið frábær í Meistaradeildinni í vetur og hélt m.a. marki sínu hreinu í 600 mínútur samfleytt. Juventus hefur bara fengið á sig eitt mark í sex leikjum í útsláttarkeppninni og hélt m.a. hreinu í báðum leikjunum gegn Barcelona í 8-liða úrslitunum. Buffon á sér marga aðdáendur og nýtur mikillar virðingar, bæði hjá samherjum og mótherjum. Og þeir eru margir sem vilja sjá hann vinna Meistaradeildina, hvort sem þeir halda með Juventus eða ekki. Það hefur jafnvel verið talað um að hann eigi skilið að vinna Gullboltann sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skipst á að vinna undanfarinn áratug. „Hann á það skilið, bæði vegna þess sem hann hefur afrekað á sínum ferli og fyrir frammistöðuna á þessu tímabili. Það væri gott fyrir annan markvörð að vinna þetta en [Lev] Yashin,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, um Buffon. Sama hvernig leikurinn fer í kvöld verður Buffon alltaf talinn einn af bestu markvörðum allra tíma, ef ekki sá besti. En sigur myndi fullkomna frábæran feril og veita markverðinum hugarró eftir vonbrigðin sáru í úrslitaleikjunum 2003 og 2015.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira