Sigurður Magnús nýr forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 08:03 Sigurður Magnús Garðarsson. Háskóli Íslands Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sigurður Magnús var valinn úr hópi sex umsækjenda um starfið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Braga Janussyni þann 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Magnús hafi lokið BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1993 og hagnýttri stærðfræði 1995, hvort tveggja frá University of Washington í Bandaríkjunum. Doktorsprófi í umhverfisverkfræði hafi Sigurður Magnús svo lokið frá sama skóla árið 1997. „Sigurður Magnús starfaði um árabil sem ráðgjafaverkfræðingur í verkefnum á sviðum vatna- og straumfræði, fyrst í Bandaríkjunum og svo hér heima, og var ráðinn dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og prófessor árið 2007. Sigurður Magnús hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á rannsóknir tengdar endurnýjanlegri orku, þá sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, vatna- og straumfræði ásamt rannsóknum á neysluvatnsgæðum. Hann hefur birt fjölda vísindagreina og tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og meðal annars leitt rannsóknaverkefnið GEORG um alþjóðlegan rannsóknaklasa í jarðhita sem er styrkt af markáætlun Vísinda- og tækniráðs en að GEORG starfa 22 innlendir og erlendir aðilar. Sigurður Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands. Hann var skorarformaður Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar á árunum 2007-2008, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar 2008-2014 og hefur verið varaforseti deildarinnar frá þeim tíma. Sigurður Magnús hefur verið formaður Gæðanefndar háskólaráðs frá byrjun árs 2015. Á árunum 2015-2016 leiddi Sigurður Magnús ásamt aðstoðarrektor kennslu og þróunar stýrihóp sem vann að nýrri stefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 og hefur unnið að innleiðingu hennar með aðstoðarrektor frá samþykki stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Ráðningar Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sigurður Magnús var valinn úr hópi sex umsækjenda um starfið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Braga Janussyni þann 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Magnús hafi lokið BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1993 og hagnýttri stærðfræði 1995, hvort tveggja frá University of Washington í Bandaríkjunum. Doktorsprófi í umhverfisverkfræði hafi Sigurður Magnús svo lokið frá sama skóla árið 1997. „Sigurður Magnús starfaði um árabil sem ráðgjafaverkfræðingur í verkefnum á sviðum vatna- og straumfræði, fyrst í Bandaríkjunum og svo hér heima, og var ráðinn dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og prófessor árið 2007. Sigurður Magnús hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á rannsóknir tengdar endurnýjanlegri orku, þá sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, vatna- og straumfræði ásamt rannsóknum á neysluvatnsgæðum. Hann hefur birt fjölda vísindagreina og tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og meðal annars leitt rannsóknaverkefnið GEORG um alþjóðlegan rannsóknaklasa í jarðhita sem er styrkt af markáætlun Vísinda- og tækniráðs en að GEORG starfa 22 innlendir og erlendir aðilar. Sigurður Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands. Hann var skorarformaður Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar á árunum 2007-2008, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar 2008-2014 og hefur verið varaforseti deildarinnar frá þeim tíma. Sigurður Magnús hefur verið formaður Gæðanefndar háskólaráðs frá byrjun árs 2015. Á árunum 2015-2016 leiddi Sigurður Magnús ásamt aðstoðarrektor kennslu og þróunar stýrihóp sem vann að nýrri stefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 og hefur unnið að innleiðingu hennar með aðstoðarrektor frá samþykki stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Ráðningar Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira