Hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Líkt og flestir fylgdist ég með fréttum af hryðjuverkum nýliðinna daga. Kabúl, Bagdad og Manchester. Börn á tónleikum, fólk að bíða í röð eftir ís eða á leið til vinnu. Um mig fór hrollur. Alltaf þegar slíkar árásir eiga sér stað verð ég kvíðinn. Hver verða viðbrögðin hjá þeim sem stýra hér heima eða herjum heimsins? Það virðist nefnilega vera viðurkennd skoðun að hryðjuverkasamtök séu eitthvað sem hægt sé að slökkva á líkt og álver. Það hefur mér alltaf þótt undarlegt því þau minna mig meira á ófreskjuna Hýdru eða sprotafyrirtæki. Með því að drepa eitt þá býrðu þrjú ný til. Ég held, án þess að hafa lagst í nokkra empíríska skoðun á því efni, að hryðjuverk séu oft birtingarmynd á vanda sem þrífst í flestum samfélögum. Stundum birtist vandinn í því að fólk lokar sig af, aðrir drekka hann í burtu og sumir fyrirfara sér. Enn aðrir ákveða að taka fleiri með sér. Sjálfur hef ég verið í þeirri aðstöðu að reyna að stytta mér aldur. Þessi pistill er vitnisburður um að það gekk ekki vel. Skömmu síðar hugsaði ég ekki aðeins um að meiða mig heldur líka um að meiða aðra. Ég sá svo litla von til þess að mér myndi einhvern tímann líða betur að það eina sem ég vildi gera var að láta öðrum líða eins illa og mér. Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda hefði öryggisnet mitt hvatt mig áfram, líkt og hryðjuverkasamtök, í stað þess að koma mér til fagfólks. Bottomlæn. Reynum að komast hjá jaðarsetningu, útilokun og að ýta fólki fram af einhverri brún. Reynum frekar að hjálpa, því og okkur til bóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Líkt og flestir fylgdist ég með fréttum af hryðjuverkum nýliðinna daga. Kabúl, Bagdad og Manchester. Börn á tónleikum, fólk að bíða í röð eftir ís eða á leið til vinnu. Um mig fór hrollur. Alltaf þegar slíkar árásir eiga sér stað verð ég kvíðinn. Hver verða viðbrögðin hjá þeim sem stýra hér heima eða herjum heimsins? Það virðist nefnilega vera viðurkennd skoðun að hryðjuverkasamtök séu eitthvað sem hægt sé að slökkva á líkt og álver. Það hefur mér alltaf þótt undarlegt því þau minna mig meira á ófreskjuna Hýdru eða sprotafyrirtæki. Með því að drepa eitt þá býrðu þrjú ný til. Ég held, án þess að hafa lagst í nokkra empíríska skoðun á því efni, að hryðjuverk séu oft birtingarmynd á vanda sem þrífst í flestum samfélögum. Stundum birtist vandinn í því að fólk lokar sig af, aðrir drekka hann í burtu og sumir fyrirfara sér. Enn aðrir ákveða að taka fleiri með sér. Sjálfur hef ég verið í þeirri aðstöðu að reyna að stytta mér aldur. Þessi pistill er vitnisburður um að það gekk ekki vel. Skömmu síðar hugsaði ég ekki aðeins um að meiða mig heldur líka um að meiða aðra. Ég sá svo litla von til þess að mér myndi einhvern tímann líða betur að það eina sem ég vildi gera var að láta öðrum líða eins illa og mér. Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda hefði öryggisnet mitt hvatt mig áfram, líkt og hryðjuverkasamtök, í stað þess að koma mér til fagfólks. Bottomlæn. Reynum að komast hjá jaðarsetningu, útilokun og að ýta fólki fram af einhverri brún. Reynum frekar að hjálpa, því og okkur til bóta.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun