Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í dag.
Ísland er í 22. sæti listans og er áfram besta liðið á Norðurlöndunum.
Svíþjóð er í 34. sæti, Danmörk í 51. sæti, Færeyjar í 80. sæti, Noregur í 87. sæti og Finnland í 108. sæti.
Króatía, sem Ísland sem mætir á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi, er í 18. sæti, fjórum sætum fyrir ofan Íslendinga.
Engar breytingar eru á 10 efstu sætum listans. Brasilía er áfram í 1. sæti, Argentína í öðru og Þýskaland í þriðja. Fjögur af fimm efstu liðunum á listanum koma frá Suður-Ameríku.
Efstu lið á heimslista FIFA:
1. Brasilía
2. Argentína
3. Þýskaland
4. Síle
5. Kólumbía
6. Frakkland
7. Belgía
8. Portúgal
9. Sviss
10.-11. Spánn
10.-11. Pólland
Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Ísland fellur um eitt sæti en er samt áfram best á Norðurlöndunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti


Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
