Benedikt Sigurðsson, sem var meðal annars aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), samkvæmt heimildum Vísis. Tekur hann við starfinu af Karenu Kjartansdóttur sem hætti hjá samtökunum í byrjun þessa árs.
Benedikt var aðstoðarmaður Sigurðar Inga þegar hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2013 til 2016 og einnig þegar hann gegndi um tíma embætti forsætisráðherra í fyrra.
Þar áður var Benedikt meðal annars sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi og fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka. Þá starfaði Benedikt um árabil sem fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Benedikt Sigurðsson ráðinn upplýsingafulltrúi SFS
