Geir: Við Guðjón vorum ekki bestu vinir um tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Guðjón Valur og Geir Sveinsson. vísir/hanna & afp Einhverjir hafa kallað eftir því að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari stokki enn frekar upp í landsliðinu og setji eldri menn út fyrir nýja. Þar er verið að tala um Guðjón Val Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason. „Frammistaða þeirra gegn Úkraínu var frábær og það kom enginn til mín eftir leik og sagðist vera hættur. Ég veit ekki betur en það sé nokkurn bilbug á þeim að finna,“ segir Geir en hann hefur minnkað leiktíma þeirra allra og þeir eru í raun í öðrum hlutverkum. „Í vinstra horninu hef ég reynt að fjölga og aðallega að menn upplifi ekki að Guðjón sé þarna sama hvað gerist. Ég átti mjög hreinskilið samtal við Guðjón í desember. Það er allt gott á milli okkar og ég er einstaklega ánægður með hans framlag en hann hefur stigið mikið upp sem fyrirliði. Ég kallaði svolítið eftir því. Við áttum hreinskilið spjall og um tíma vorum við kannski ekki bestu vinir þó svo það væri ekkert slæmt á milli okkar. Við tókumst aðeins á og það skilaði sér í margfalt öflugri Guðjóni finnst mér. Hann er frábær fyrirmynd og enn í dag einn sá besti í heimi.“ Geir hrósar einnig Arnóri og Ásgeiri fyrir þeirra framlag og ekki síst viðhorf. „Þeir tóku á móti ungu drengjunum á HM og aðstoðuðu þá í hvívetna þó svo þeir væru að finna að þeir væru ekki eins ómissandi og áður,“ segir Geir og ljóst að honum finnst mikið til þeirra koma. „Arnór hefur bakkað þá menn upp á miðjunni sem eru að spila á undan honum og leyst miðjustöðuna þegar við erum manni fleiri og færri. Ég hef sjaldan séð Ásgeir í eins góðu formi. Hann er frábær í vörninni og leysir hornið meira en skyttuna núna. Hluverk þeirra hafa breyst, þeir taka því mjög vel og gera það vel. Þetta eru eðaldrengir. Þú finnur ekki betri eintök.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Einhverjir hafa kallað eftir því að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari stokki enn frekar upp í landsliðinu og setji eldri menn út fyrir nýja. Þar er verið að tala um Guðjón Val Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason. „Frammistaða þeirra gegn Úkraínu var frábær og það kom enginn til mín eftir leik og sagðist vera hættur. Ég veit ekki betur en það sé nokkurn bilbug á þeim að finna,“ segir Geir en hann hefur minnkað leiktíma þeirra allra og þeir eru í raun í öðrum hlutverkum. „Í vinstra horninu hef ég reynt að fjölga og aðallega að menn upplifi ekki að Guðjón sé þarna sama hvað gerist. Ég átti mjög hreinskilið samtal við Guðjón í desember. Það er allt gott á milli okkar og ég er einstaklega ánægður með hans framlag en hann hefur stigið mikið upp sem fyrirliði. Ég kallaði svolítið eftir því. Við áttum hreinskilið spjall og um tíma vorum við kannski ekki bestu vinir þó svo það væri ekkert slæmt á milli okkar. Við tókumst aðeins á og það skilaði sér í margfalt öflugri Guðjóni finnst mér. Hann er frábær fyrirmynd og enn í dag einn sá besti í heimi.“ Geir hrósar einnig Arnóri og Ásgeiri fyrir þeirra framlag og ekki síst viðhorf. „Þeir tóku á móti ungu drengjunum á HM og aðstoðuðu þá í hvívetna þó svo þeir væru að finna að þeir væru ekki eins ómissandi og áður,“ segir Geir og ljóst að honum finnst mikið til þeirra koma. „Arnór hefur bakkað þá menn upp á miðjunni sem eru að spila á undan honum og leyst miðjustöðuna þegar við erum manni fleiri og færri. Ég hef sjaldan séð Ásgeir í eins góðu formi. Hann er frábær í vörninni og leysir hornið meira en skyttuna núna. Hluverk þeirra hafa breyst, þeir taka því mjög vel og gera það vel. Þetta eru eðaldrengir. Þú finnur ekki betri eintök.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira