Fóru fjallabaksleiðina á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2017 06:00 Íslensku strákarnir fagna sigrinum góða á Úkraínu og sætinu á EM: vísir/anton Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló. EM 2018 í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira