Fermetrar þurfa ekki að vera fokdýrir Guðný Hrönn skrifar 17. júní 2017 10:00 Sindri verður á skjánum í sumar með þáttinn Blokk 925. Vísir/Ernir „Við fylgjumst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina á Ásbrú í Reykjanesbæ í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig er hægt að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Sindri Sindrason um nýjan þátt, Blokk 925, sem hann stýrir. Teymin tvö sem gera íbúðirnar upp hafa það að markmiði að finna ódýrar og sniðugar lausnir. „Þetta eru 80 fermetra t-laga íbúðir með gluggum á einni hlið. Teymin fá svo ákveðið „budget“ og vinna í samstarfi við Ikea og Múrbúðina,“ útskýrir Sindri sem segir íbúðirnar vera krefjandi rými til að taka í gegn.„En það er arkitekt með þeim í þessu verkefni sem leiðbeinir þeim. Og svo eru auðvitað margir iðnaðarmenn á svæðinu líka til að aðstoða.“ Spurður nánar út í teymin tvö segir Sindri: „Þetta eru annars vegar tveir strákar og hins vegar tvær stelpur. Strákarnir eru nýbúnir að klára BA í arkitektúr en önnur stelpnanna er í húsgagnasmíði og innanhússhönnun en hin er áhugamaður. Og þau eru ekkert endilega alltaf sammála hvert öðru, það er svolítið gaman að fylgjast með þeim takast á.“ Umdeilt svæðiSindri er viss um að þættirnir munu gefa áhorfendum góðar hugmyndir.„Ég held að hönnun teymanna tveggja muni veita fólki innblástur og ég held líka að ásýnd manna á þetta svæði muni breytast. Þátturinn snýst um teymin tvö að taka íbúðirnar í gegn en ekki síður um að sýna fólki að það er hægt að kaupa fasteign án þess að borga 800 þúsund eða milljón fyrir fermetrann.“ Sindri segir margt fólk hafa ákveðna fordóma gagnvart Ásbrú. „Þess vegna er svo gaman að takast á við þetta verkefni á þessu svæði sem hefur verið svolítið umdeilt. Eins og flestir muna var í þessu hverfi herstöð frá árunum 1951 til 2006. Og frá árinu 2006 fór íbúafjöldinn bara niður í núll. En þetta hverfi hefur verið að byggjast upp og í dag búa þarna um 2.100 manns. Íbúum fer fjölgandi því þarna er hægt að fá nýtt húsnæði sem verið er að gera upp fyrir mun minni peninga heldur en gengur og gerist miðsvæðis.“ Undanfarið hefur umræða um hátt fasteignaverð verið áberandi en Sindri vonar að þættirnir muni veita fólki sem dreymir um að komast inn á fasteignamarkaðinn innblástur. „Það er svo sem fínt að hafa plan, en ef þú átt ekki mikla peninga þá þarf maður kannski bara að leita á þau mið þar sem hlutirnir kosta minna. Svo er auðvitað hinn mesti misskilningur að allir vilji búa í 101. Það er ekkert skrýtið að ungt fólk sæki í að flytja t.d. í Hveragerði, Reykjanesbæ eða eitthvert annað, því þetta eru allt fínir bæir og fasteignaverðið þar er mun viðráðanlegra en það er á höfuðborgarsvæðinu.“ Sambærilegt örugglega þrefalt dýrara í miðbænumAð sögn Sindra lofar hönnun teymanna tveggja góðu. „Þetta verður flott en íbúðirnar tvær verða alveg brjálæðislega ólíkar. Þær fara svo á sölu og við fáum fasteignasala með okkur í lið í þáttunum sem metur þær. Fólk mun geta gert mjög góð kaup í þeim, því þær verða virkilega flottar. Sambærileg íbúð í miðbænum væri örugglega þrefalt dýrari.“ Sindri er sjálfur mikill fagurkeri og hefur notið þess í botn að stýra þáttaröðinni. „Þetta hefur verið rosalega gaman og ég hef alveg leyft mér að segja mínar skoðanir við teymin, svo er bara allur gangur á því hvort þau taka mark á mér eða ekki. En í ljósi þess að ég kann hvorki á hamar né sög þá nær hroki minn mjög skammt,“ segir Sindri og hlær. Þess má geta að Blokk 925 verður á dagskrá á sunnudagskvöldum í sumar og fyrsti þátturinn er sýndur þann 25. júní. Blokk 925 Hús og heimili Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
„Við fylgjumst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina á Ásbrú í Reykjanesbæ í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig er hægt að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Sindri Sindrason um nýjan þátt, Blokk 925, sem hann stýrir. Teymin tvö sem gera íbúðirnar upp hafa það að markmiði að finna ódýrar og sniðugar lausnir. „Þetta eru 80 fermetra t-laga íbúðir með gluggum á einni hlið. Teymin fá svo ákveðið „budget“ og vinna í samstarfi við Ikea og Múrbúðina,“ útskýrir Sindri sem segir íbúðirnar vera krefjandi rými til að taka í gegn.„En það er arkitekt með þeim í þessu verkefni sem leiðbeinir þeim. Og svo eru auðvitað margir iðnaðarmenn á svæðinu líka til að aðstoða.“ Spurður nánar út í teymin tvö segir Sindri: „Þetta eru annars vegar tveir strákar og hins vegar tvær stelpur. Strákarnir eru nýbúnir að klára BA í arkitektúr en önnur stelpnanna er í húsgagnasmíði og innanhússhönnun en hin er áhugamaður. Og þau eru ekkert endilega alltaf sammála hvert öðru, það er svolítið gaman að fylgjast með þeim takast á.“ Umdeilt svæðiSindri er viss um að þættirnir munu gefa áhorfendum góðar hugmyndir.„Ég held að hönnun teymanna tveggja muni veita fólki innblástur og ég held líka að ásýnd manna á þetta svæði muni breytast. Þátturinn snýst um teymin tvö að taka íbúðirnar í gegn en ekki síður um að sýna fólki að það er hægt að kaupa fasteign án þess að borga 800 þúsund eða milljón fyrir fermetrann.“ Sindri segir margt fólk hafa ákveðna fordóma gagnvart Ásbrú. „Þess vegna er svo gaman að takast á við þetta verkefni á þessu svæði sem hefur verið svolítið umdeilt. Eins og flestir muna var í þessu hverfi herstöð frá árunum 1951 til 2006. Og frá árinu 2006 fór íbúafjöldinn bara niður í núll. En þetta hverfi hefur verið að byggjast upp og í dag búa þarna um 2.100 manns. Íbúum fer fjölgandi því þarna er hægt að fá nýtt húsnæði sem verið er að gera upp fyrir mun minni peninga heldur en gengur og gerist miðsvæðis.“ Undanfarið hefur umræða um hátt fasteignaverð verið áberandi en Sindri vonar að þættirnir muni veita fólki sem dreymir um að komast inn á fasteignamarkaðinn innblástur. „Það er svo sem fínt að hafa plan, en ef þú átt ekki mikla peninga þá þarf maður kannski bara að leita á þau mið þar sem hlutirnir kosta minna. Svo er auðvitað hinn mesti misskilningur að allir vilji búa í 101. Það er ekkert skrýtið að ungt fólk sæki í að flytja t.d. í Hveragerði, Reykjanesbæ eða eitthvert annað, því þetta eru allt fínir bæir og fasteignaverðið þar er mun viðráðanlegra en það er á höfuðborgarsvæðinu.“ Sambærilegt örugglega þrefalt dýrara í miðbænumAð sögn Sindra lofar hönnun teymanna tveggja góðu. „Þetta verður flott en íbúðirnar tvær verða alveg brjálæðislega ólíkar. Þær fara svo á sölu og við fáum fasteignasala með okkur í lið í þáttunum sem metur þær. Fólk mun geta gert mjög góð kaup í þeim, því þær verða virkilega flottar. Sambærileg íbúð í miðbænum væri örugglega þrefalt dýrari.“ Sindri er sjálfur mikill fagurkeri og hefur notið þess í botn að stýra þáttaröðinni. „Þetta hefur verið rosalega gaman og ég hef alveg leyft mér að segja mínar skoðanir við teymin, svo er bara allur gangur á því hvort þau taka mark á mér eða ekki. En í ljósi þess að ég kann hvorki á hamar né sög þá nær hroki minn mjög skammt,“ segir Sindri og hlær. Þess má geta að Blokk 925 verður á dagskrá á sunnudagskvöldum í sumar og fyrsti þátturinn er sýndur þann 25. júní.
Blokk 925 Hús og heimili Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira