Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 19:00 Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Sjá meira