Jökullinn logar vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í New York Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 17:46 Frá EM í Frakklandi í fyrra en Jökullinn logar fjallar um aðdragandann og undirbúninginn fyrir mótið. vísir/vilhelm Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira