Það varð ljóst nú í hádeginu að einn besti kylfingur heims, Phil Mickelson, gæti ekki tekið þátt á US Open sem hefst í dag. Hann dró sig úr keppni af fjölskylduástæðum.
Ástæðan er sú að hann vill ekki missa af því er dóttir hans, Amanda, útskrifast úr menntaskóla. Hún fæddist daginn eftir að sá örvhenti lenti í öðru sæti á US Open árið 1999.
Mickelson var að vonast eftir því að mótinu myndi seinka vegna veðurs. Þá hefði hann náð að koma með einkaþotu. Veðurguðirnir voru ekki til í að stíga þann dans með honum.
US Open er eina risamótið sem Mickelson hefur ekki náð að vinna en hann hefur sex sinnum lent í öðru sæti sem er met. Hann þarf að bíða í ár eftir því að reyna aftur.
Þetta er fyrsta risamótið í 23 ár þar sem hvorki Mickelson né Tiger Woods eru með.
Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00.
Mickelson tekur fjölskylduna fram yfir US Open
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn