Leiðarvísir um Secret Solstice Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2017 12:00 Dubfire skemmtir hóp af reivaratýpum. Reivara týpan Reivara týpan mætir einkar vel stemmd á hátíðina og eins og hressa týpan er ekkert sem stöðvar hana. Hinsvegar er reivara týpan ekki mætt til að sjá eitt né neitt nema kannski blikkandi ljós og mögulega einhverja spíralla á skjá. Þessi týpa er einungis mætt til reiva.Kerri Chandler - Hel, fimmtudag klukkan 00.00 Reivara týpan verður meira og minna bara í Hel alla hátíðina, enda er það þar sem dansinn mun duna. Reivaranum er eiginlega nánast sama hver er að spila svo lengi sem það er dansgólf á svæðinu.The Black Madonna – Hel, fimmtudag klukkan 21.00 The Black Madonna var valin DJ ársins í fyrra í Mixmag, en það skiptir svo sem engu máli því að Reivarinn verður hvort sem er reivandi.Dusky – Hel, föstudag klukkan 01.00 Dusky er breskt pródúsera-dúó sem hefur dúndrað út „beats“ í heimalandinu. Reivarinn reivar við það.Exos – Hel, laugardag klukkan 02.00 Reivara týpan elskar Exos og hefur spænt niður nokkra skó með undirleik frá þessum duglega íslenska plötusnúði.Dubfire – Hel, sunnudag klukkan 00.00 Dubfire er gamall vinur reivarans og því er ekki spurning að kíkja á hann. Auk þess er hann að spila í Hel, öðru heimili reivarans, þannig að hann er hvort sem er á svæðinu.Foo Fighters er aðalnúmer hátíðarinnar og hressasta týpan verður þar hoppandi upp og niður.Hressa týpan Hressa týpan mætir á Solstice hátíðina til í bestu stundir lífs síns. Þessi týpa er búin að dressa sig upp eftir leiðbeiningum um hvernig skuli klæðast á útihátið, skoðar bara hvaða stóru nöfn spila á hátíðinni og ætlar sér það eitt að dansa sem allra mest. Þessi týpa er bókstaflega óstöðvandi, lætur hvort regn né snjó stöðva sig í gleðinni og er algjörlega „all in.“Foo Fighters - Valhöll, föstudag klukkan 22.00 Hressa týpan bókstaflega elskar Foo Fighters, þá sérstaklega af því að þeir hafa oft komið til Íslands og hressa týpan finnst ekkert skemmtilegra en útlendingar að tala vel um Ísland. Síðan eru þeir rosa frægir.The Prodigy - Valhöll, laugardag klukkan 22.00 The Prodigy minnir hressu týpuna á skólaball auk þess verður bókað „geggjað stuð.“XXX Rottweiler - Valhöll, laugardag klukkan 18.10 Rottweiler voru einhverntímann á Þjóðhátið, algjört „möst see“ hjá hressu týpunni.Daði Freyr - Gimli, sunnudag klukkan 21.00 Daði Freyr var í Eurovision og því er algjörlega nauðsynlegt að sjá hann.Emmsjé Gauti - Valhöll, sunnudag klukkan 16.35 Hressa týpan kann textana við Strákarnir og Reykjavík er okkar algjörlega utan af þannig að þetta er engin spurning.Rick Ross er með einkar fallegt skegg. ?nordicphotos/gettyRapp týpan Rapparinn er búinn að segja öllum á kaffistofunni og heima hjá sér að Solstice sé „lit í ár!“ og það eru allir löngu komnir með leið á því að heyra það. Rapp týpan er búinn að sjá alla íslenska rappara hundrað sinnum áður og þarf því að einbeita sér að erlendu nöfnunum.Left Brain – Fenrir, föstudag klukkan 20.15 Left Brain er rappari úr Odd Future hópnum (sáluga?). Rapparinn man vel eftir þeim hóp enda var hann alltaf að hlusta á OF á meðan hann kastaði skutlum í kennarann og fannst prumpubrandarar það fyndnasta í heimi. Roots Manuva – Gimli, föstudag klukkan 21.20 Eldri týpa rapparans er frekar spennt fyrir Roots Manuva enda hlustaði hún rosalega mikið á hittarann Witness á sínum tíma (og ekkert annað lag með honum). Pharoah Monch – Gimli, föstudag klukkan 22.30 „Er þetta ekki gaurinn sem gerði þarna lagið sem var alltaf spilað á Prikinu fyrir 10 árum?“ Princess Nokia – Gimli, laugardag klukkan 19.40 Ung og „vöknuð“ (e. woke) rapp týpa skellir sér beina leið á Princess Nokia og lyftir upp einum hnefa. Novelist – Gimli, laugardag klukkan 20.45 Rapp týpan sem gengur alltaf í Adidas galla, talar um hinn og þennan sem „mandem“ og leikur eftir byssuhljóðum í hvert sinn sem henni líkar eitthvað verður bókað á Novelist. Valhöll á sunnudaginn Rapp týpan verður fyrir framan Valhöll allan sunnudaginn. Byrjar daginn með tárin í augunum að hrópa „RIP Dilla“ yfir Dillalude og endar kvöldið öskrandi að hún haldi að hún sé Big Meech og/eða Larry Hoover.Richard Ashcroft er mögulega aðeins of poppaður fyrir rokktýpuna.Rokk týpan Rokk týpan er mætt til að sjá hljómsveitir – eða réttara sagt „alvöru“ tónlistarmenn sem spila „alvöru“ hljóðfæri. Þetta endurtekur týpan í sífellu við alla sem eru spenntir fyrir einhverskonar raftónlist og leggur mikla áherslu á orðið „alvöru.“The Vintage Caravan – Föstudag, Valhöll klukkan 17.00 Rokkarinn er í essinu sínu hérna, 70s bragur af tónlistinni („gullöldin sko“) og góðir hljóðfæraleikarar. Það þarf ekki meira.Agent Fresco – Föstudag, Valhöll klukkan 19.05 Rokk týpan getur ekki misst af Agent Fresco enda eru þeir alltaf að spila í skrítnum takti og eftir einhverjum stærðfræðidæmum eða eitthvað.Richard Ashcroft – Föstudag, Valhöll klukkan 20.15 The Verve er kannski aðeins of breskt og poppað fyrir rokkarann – en rokk týpan er samt mætt.Fræbblarnir – Sunnudag, Fenrir klukkan 16.10 Rokk týpan sem vill bara drekka bjór og reykja sígarettur verður í ham á Fræbblunum.Teitur Magnússon – Sunnudag, Fernrir klukkan 17.00 Teitur er kannski ekkert rosalega mikill rokkari, en hann er með sítt hár og skegg og stundum er það bara nóg fyrir rokk týpuna. Secret Solstice Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Reivara týpan Reivara týpan mætir einkar vel stemmd á hátíðina og eins og hressa týpan er ekkert sem stöðvar hana. Hinsvegar er reivara týpan ekki mætt til að sjá eitt né neitt nema kannski blikkandi ljós og mögulega einhverja spíralla á skjá. Þessi týpa er einungis mætt til reiva.Kerri Chandler - Hel, fimmtudag klukkan 00.00 Reivara týpan verður meira og minna bara í Hel alla hátíðina, enda er það þar sem dansinn mun duna. Reivaranum er eiginlega nánast sama hver er að spila svo lengi sem það er dansgólf á svæðinu.The Black Madonna – Hel, fimmtudag klukkan 21.00 The Black Madonna var valin DJ ársins í fyrra í Mixmag, en það skiptir svo sem engu máli því að Reivarinn verður hvort sem er reivandi.Dusky – Hel, föstudag klukkan 01.00 Dusky er breskt pródúsera-dúó sem hefur dúndrað út „beats“ í heimalandinu. Reivarinn reivar við það.Exos – Hel, laugardag klukkan 02.00 Reivara týpan elskar Exos og hefur spænt niður nokkra skó með undirleik frá þessum duglega íslenska plötusnúði.Dubfire – Hel, sunnudag klukkan 00.00 Dubfire er gamall vinur reivarans og því er ekki spurning að kíkja á hann. Auk þess er hann að spila í Hel, öðru heimili reivarans, þannig að hann er hvort sem er á svæðinu.Foo Fighters er aðalnúmer hátíðarinnar og hressasta týpan verður þar hoppandi upp og niður.Hressa týpan Hressa týpan mætir á Solstice hátíðina til í bestu stundir lífs síns. Þessi týpa er búin að dressa sig upp eftir leiðbeiningum um hvernig skuli klæðast á útihátið, skoðar bara hvaða stóru nöfn spila á hátíðinni og ætlar sér það eitt að dansa sem allra mest. Þessi týpa er bókstaflega óstöðvandi, lætur hvort regn né snjó stöðva sig í gleðinni og er algjörlega „all in.“Foo Fighters - Valhöll, föstudag klukkan 22.00 Hressa týpan bókstaflega elskar Foo Fighters, þá sérstaklega af því að þeir hafa oft komið til Íslands og hressa týpan finnst ekkert skemmtilegra en útlendingar að tala vel um Ísland. Síðan eru þeir rosa frægir.The Prodigy - Valhöll, laugardag klukkan 22.00 The Prodigy minnir hressu týpuna á skólaball auk þess verður bókað „geggjað stuð.“XXX Rottweiler - Valhöll, laugardag klukkan 18.10 Rottweiler voru einhverntímann á Þjóðhátið, algjört „möst see“ hjá hressu týpunni.Daði Freyr - Gimli, sunnudag klukkan 21.00 Daði Freyr var í Eurovision og því er algjörlega nauðsynlegt að sjá hann.Emmsjé Gauti - Valhöll, sunnudag klukkan 16.35 Hressa týpan kann textana við Strákarnir og Reykjavík er okkar algjörlega utan af þannig að þetta er engin spurning.Rick Ross er með einkar fallegt skegg. ?nordicphotos/gettyRapp týpan Rapparinn er búinn að segja öllum á kaffistofunni og heima hjá sér að Solstice sé „lit í ár!“ og það eru allir löngu komnir með leið á því að heyra það. Rapp týpan er búinn að sjá alla íslenska rappara hundrað sinnum áður og þarf því að einbeita sér að erlendu nöfnunum.Left Brain – Fenrir, föstudag klukkan 20.15 Left Brain er rappari úr Odd Future hópnum (sáluga?). Rapparinn man vel eftir þeim hóp enda var hann alltaf að hlusta á OF á meðan hann kastaði skutlum í kennarann og fannst prumpubrandarar það fyndnasta í heimi. Roots Manuva – Gimli, föstudag klukkan 21.20 Eldri týpa rapparans er frekar spennt fyrir Roots Manuva enda hlustaði hún rosalega mikið á hittarann Witness á sínum tíma (og ekkert annað lag með honum). Pharoah Monch – Gimli, föstudag klukkan 22.30 „Er þetta ekki gaurinn sem gerði þarna lagið sem var alltaf spilað á Prikinu fyrir 10 árum?“ Princess Nokia – Gimli, laugardag klukkan 19.40 Ung og „vöknuð“ (e. woke) rapp týpa skellir sér beina leið á Princess Nokia og lyftir upp einum hnefa. Novelist – Gimli, laugardag klukkan 20.45 Rapp týpan sem gengur alltaf í Adidas galla, talar um hinn og þennan sem „mandem“ og leikur eftir byssuhljóðum í hvert sinn sem henni líkar eitthvað verður bókað á Novelist. Valhöll á sunnudaginn Rapp týpan verður fyrir framan Valhöll allan sunnudaginn. Byrjar daginn með tárin í augunum að hrópa „RIP Dilla“ yfir Dillalude og endar kvöldið öskrandi að hún haldi að hún sé Big Meech og/eða Larry Hoover.Richard Ashcroft er mögulega aðeins of poppaður fyrir rokktýpuna.Rokk týpan Rokk týpan er mætt til að sjá hljómsveitir – eða réttara sagt „alvöru“ tónlistarmenn sem spila „alvöru“ hljóðfæri. Þetta endurtekur týpan í sífellu við alla sem eru spenntir fyrir einhverskonar raftónlist og leggur mikla áherslu á orðið „alvöru.“The Vintage Caravan – Föstudag, Valhöll klukkan 17.00 Rokkarinn er í essinu sínu hérna, 70s bragur af tónlistinni („gullöldin sko“) og góðir hljóðfæraleikarar. Það þarf ekki meira.Agent Fresco – Föstudag, Valhöll klukkan 19.05 Rokk týpan getur ekki misst af Agent Fresco enda eru þeir alltaf að spila í skrítnum takti og eftir einhverjum stærðfræðidæmum eða eitthvað.Richard Ashcroft – Föstudag, Valhöll klukkan 20.15 The Verve er kannski aðeins of breskt og poppað fyrir rokkarann – en rokk týpan er samt mætt.Fræbblarnir – Sunnudag, Fenrir klukkan 16.10 Rokk týpan sem vill bara drekka bjór og reykja sígarettur verður í ham á Fræbblunum.Teitur Magnússon – Sunnudag, Fernrir klukkan 17.00 Teitur er kannski ekkert rosalega mikill rokkari, en hann er með sítt hár og skegg og stundum er það bara nóg fyrir rokk týpuna.
Secret Solstice Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira