Lífið

Dagur eitt á Secret Solstice: Hátíðin fer af stað með látum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin hefur verið frábært undanfarin ár.
Stemningin hefur verið frábært undanfarin ár.
Tónlistahátíðin Secret Solstice fer fram um helgina í Laugardalnum. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin fer fram og hefur tekist vel til undanfarin þrjú ár.

Meðal þeirra sem koma fram á Secret Solstice í ár eru Chaka Khan, Foo Fighters, Richard Ashcroft, The Prodigy, Foreign Beggars, Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak & The Free Nationals, Young M.A og einnig rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum.

Þetta er aðeins lítill hluti af þeim listamönnum sem koma fram á hátíðinni. Lífið verður á staðnum alla helgina og hér að neðan má fylgjast með gangi mála.

Búist er við mörg þúsund manns í Laugardalnum um helgina og því má búast við töluvert af myndböndum.

Dagskráin á hátíðinni í dag er eftirfarandi:

VALHÖLL

22:30     Chaka Khan [US]

21:10     Polar Beat Camp presents Jack Magnet, Dísa, Ari Bragi and Stuðmenn [IS]

20:10     Fox Train Safari [IS]

19:00     SSSÓL [IS]

18:15     Þórunn Antonía [IS]

17:30     JoaqoPelli [US]

HEL

00:00     Kerri Chandler [US]

22:30     Seth Troxler [US]

21:00     The Black Madonna [US]

20:00     Tania Vulcano [ES]

Kassamerkið #secretsolstice verður einnig fyrirferðarmikið á Twitter og Instagram og má fylgjast með umræðunni og myndum frá hátíðinni hér að neðan.


Hér fyrir neðan má sjá færslur sem tónleikagestir deila á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×