Plastnotkun og matarsóun í lágmarki í Mathöllinni Guðný Hrönn skrifar 13. júní 2017 11:15 Ragnar Egilsson og Bryndís Sveinsdóttir geta ekki beðið eftir að hægt verði að opna Hlemm Mathöll, útlit er fyrir að það verði í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru margir sælkerar sem bíða spenntir eftir opnun Mathallarinnar á Hlemmi þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan mat og drykki úr fersku hráefni. „Það er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær markaðurinn verður opnaður. En það er óhætt að segja að þetta verði opnað á næstu vikum,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri hjá Hlemmi Mathöll. Til stóð að opna matarmarkaðinn í vor en nokkrar tafir urðu. „Það sem við strönduðum á er að það þurfti margt að laga í húsnæðinu. Þetta er hús sem er komið til ára sinna og borgin er að skila því af sér núna. Þetta lítur vel út,“ útskýrir Ragnar sem spáir því að markaðurinn verði opnaður í júlí. En núna er allt að smella og ljóst er að allir sem koma að markaðinum munu vinna með það að leiðarljósi að lágmarka matarsóun og hugsa vel um umhverfið. „Við ættum að vera eins umhverfisvæn og við mögulega getum. Markmiðið er að vera alveg plastlaus og ég tel að það náist alveg. Grænmetið verður til dæmis flest umbúðalaust, og þær umbúðir sem verða notaðar eru með „fair trade“-vottun,“ segir Ragnar sem hvetur viðskiptavini til að mæta með margnota poka á markaðinn. „Það er auðvitað best en svo verðum við með einhverja pappírspoka líka.“ Minnir á nammibarBryndís Sveinsdóttir sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Sú verslun hefur hlotið nafnið Rabbar Barinn. „Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur,“ segir hún. Bryndís segir fyrirkomulagið í kringum Rabbar Barinn minna svolítið á nammibarinn í Hagkaupum. „Fólk kemur inn og fær að plokka algjörlega það sem það vill og svo er hráefnið selt eftir vigt. Hérna fær fólk að kaupa nákvæmlega það magn sem það vantar,“ segir Bryndís sem er orðin afar spennt fyrir opnuninni.„Við munum gefa Íslendingum færi á að kaupa alvöru íslenskar vörur sem eru algjört sælgæti og auðvitað miklu hollari en það sem fæst á hefðbundnum nammibar.“ Á Rabbar Barnum verður svo hægt að kaupa gómsætar grænmetissúpur. „Helga Mogensen er að búa til uppskriftir fyrir okkur. Það verða tvær til þrjár súpur til sölu hjá okkur á hverjum degi, ýmist til að borða á staðnum eða til að taka með. Ein súpan verður úr grænmeti sem er alveg að falla á tíma og hún verður ódýrari en hinar,“ útskýrir Bryndís sem er mikið í mun að draga úr matarsóun. „Þetta er því fullkomið fyrir þá sem vilja taka þátt í að vernda umhverfið.“ Þegar Ragnar er spurður nánar út í fyrirkomulagið segir hann: „Hérna verða 10 rekstraraðilar með bása. Og hér verða pop-up básar á svæðinu, þannig að það er ákveðið svigrúm fyrir tímabundna viðburði. Mathöllin verður opin allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Fyrir utan verður svo útisvæði þannig að vonandi náum við að opna á meðan það er einhver sól,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað svæði sem hefur ekki verið nógu vel nýtt undanfarið.“ Ragnar segir að í Mathöllinni verði lögð áhersla á samstarf. „Þarna fá rekstraraðilar tækifæri til að nota hráefni frá öðrum sem taka þátt í matarmarkaðinum. Þetta hefur vantað í matarmenningu á Íslandi.“ Matur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Sjá meira
Það eru margir sælkerar sem bíða spenntir eftir opnun Mathallarinnar á Hlemmi þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan mat og drykki úr fersku hráefni. „Það er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær markaðurinn verður opnaður. En það er óhætt að segja að þetta verði opnað á næstu vikum,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri hjá Hlemmi Mathöll. Til stóð að opna matarmarkaðinn í vor en nokkrar tafir urðu. „Það sem við strönduðum á er að það þurfti margt að laga í húsnæðinu. Þetta er hús sem er komið til ára sinna og borgin er að skila því af sér núna. Þetta lítur vel út,“ útskýrir Ragnar sem spáir því að markaðurinn verði opnaður í júlí. En núna er allt að smella og ljóst er að allir sem koma að markaðinum munu vinna með það að leiðarljósi að lágmarka matarsóun og hugsa vel um umhverfið. „Við ættum að vera eins umhverfisvæn og við mögulega getum. Markmiðið er að vera alveg plastlaus og ég tel að það náist alveg. Grænmetið verður til dæmis flest umbúðalaust, og þær umbúðir sem verða notaðar eru með „fair trade“-vottun,“ segir Ragnar sem hvetur viðskiptavini til að mæta með margnota poka á markaðinn. „Það er auðvitað best en svo verðum við með einhverja pappírspoka líka.“ Minnir á nammibarBryndís Sveinsdóttir sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Sú verslun hefur hlotið nafnið Rabbar Barinn. „Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur,“ segir hún. Bryndís segir fyrirkomulagið í kringum Rabbar Barinn minna svolítið á nammibarinn í Hagkaupum. „Fólk kemur inn og fær að plokka algjörlega það sem það vill og svo er hráefnið selt eftir vigt. Hérna fær fólk að kaupa nákvæmlega það magn sem það vantar,“ segir Bryndís sem er orðin afar spennt fyrir opnuninni.„Við munum gefa Íslendingum færi á að kaupa alvöru íslenskar vörur sem eru algjört sælgæti og auðvitað miklu hollari en það sem fæst á hefðbundnum nammibar.“ Á Rabbar Barnum verður svo hægt að kaupa gómsætar grænmetissúpur. „Helga Mogensen er að búa til uppskriftir fyrir okkur. Það verða tvær til þrjár súpur til sölu hjá okkur á hverjum degi, ýmist til að borða á staðnum eða til að taka með. Ein súpan verður úr grænmeti sem er alveg að falla á tíma og hún verður ódýrari en hinar,“ útskýrir Bryndís sem er mikið í mun að draga úr matarsóun. „Þetta er því fullkomið fyrir þá sem vilja taka þátt í að vernda umhverfið.“ Þegar Ragnar er spurður nánar út í fyrirkomulagið segir hann: „Hérna verða 10 rekstraraðilar með bása. Og hér verða pop-up básar á svæðinu, þannig að það er ákveðið svigrúm fyrir tímabundna viðburði. Mathöllin verður opin allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Fyrir utan verður svo útisvæði þannig að vonandi náum við að opna á meðan það er einhver sól,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað svæði sem hefur ekki verið nógu vel nýtt undanfarið.“ Ragnar segir að í Mathöllinni verði lögð áhersla á samstarf. „Þarna fá rekstraraðilar tækifæri til að nota hráefni frá öðrum sem taka þátt í matarmarkaðinum. Þetta hefur vantað í matarmenningu á Íslandi.“
Matur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Sjá meira