Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, skoðar nú þann möguleika að stilla miðverðinum John Stones upp á miðjunni hjá landsliðinu.
Southgate hefur verið að prófa Stones á miðjunni á æfingum og líst vel á það sem hann hefur séð.
„Hann hefur allt sem til þarf að vera varnarsinnaður miðjumaður. Við viljum eiga varnarmenn sem geta rekið boltann upp völlinn. Hann getur þetta allt saman,“ sagði Southgate sem sjálfur lék sem miðvörður og miðjumaður hjá enska landsliðinu.
„Hann kemur klárlega til greina sem miðjumaður hjá mér. Honum líður mjög vel á boltanum.“
Stones komst ekki í liðið gegn Skotum um síðustu helgi en kannski spilar hann á miðjunni í vináttulandsleiknum gegn Frökkum í kvöld.
Stones gæti spilað á miðjunni með enska landsliðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
