Hinn ungi og stórefnilegi Ýmir Örn Gíslason er í íslenska landsliðshópnum sem spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í undankeppni EM á miðvikudag.
HSÍ tilkynnti nú í hádeginu hvaða 17 leikmenn færu til Tékklands í dag. Það kemur ekkert á óvart í vali Geirs nema að hann taki Ými með.
Ýmir fékk sín fyrstu tækifæri með landsliðinu á æfingamóti í Noregi um nýliðna helgi og augljóslega stóð sig vel þar sem hann er valinn núna.
Leikurinn gegn Tékkum er næstsíðasti leikur strákanna í undankeppninni en hún klárast með heimaleik gegn Úkraínu á sunnudag. Strákarnir verða að vinna báða leikina.
Hópurinn:
Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuche Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein Neckar Löwen
Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
Ýmir Örn Gíslason, Valur
