Birgir Leifur í fjórða sæti á móti í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 13:30 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/GSÍmyndir Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti