Brasilíska kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Spáni í æfingarleik í dag, en leikið var á Spáni. Darlena og Rafaelle skoruðu mörk Brasilíu, en Brasilía mætir Íslandi í æfingarleik á þriðjudag á Laugardalsvelli.
Brasilíska landsliðið er talið eitt það sterkasta í heimi og verður fróðlegt að sjá Ísland mæta þeim á Laugardalsvelli á þriðjudag. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Annar komandi mótherji Íslands, Sviss, tapaði 4-0 fyrir Englandi í dag, en Sviss og Ísland eru saman í riðli á Evrópumótinu sem fram fer í Hollandi í sumar.
Ísland mætir Sviss þann 22. júlí á Vijverberg-vellinum í Doetinchem þann 22. júlí, en Vísir mun fjalla vel um stelpurnar okkar í sumar.
