Það var mikil dramatík undir lok leikjanna fjögurra sem voru að klárast í undankeppni HM í Rússlandi 2018, en mörg mörk litu dagisns ljós undir lok leikjanna.
Azerbaídsjan og Norður-Írland gerðu markalaust jafntefli í C-riðil. Azerar eru með átta stig í fjórða sæti, en Norður-Írar í öðru sæti með ellefu.
Danir skutust upp í annað sætið í E-riðlinum með góðum útisigri í Kazakstan. Nicolai Jörgensen og Christian Eriksen sáu um markaskorunina.
Í F-riðli gerðu Skotland og England dramatískt jafntefli. Varamaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain kom Englandi yfir, en Leigh Griffiths skoraði tvö mörk undir lok leiktímans og virtist ætla tryggja Skotum sigur.
Allt kom fyrir ekki og fyrirliðinn Harry Kane jafnaði metinn í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir England. England er á toppi riðilsins með 14 stig, en Skotland er í fjórða sæti með átta stig.
Slóvenía vann 2-0 sigur á Möltu, en Slóvenar eru í öðru sæti með 11 stig og Malta í því sjötta með ekkert stig.
C-riðill:
Azerbaídsjan - Norður Írland 0-1
0-1 Stuart Dallas (90.)
E-riðill:
Kazakstan - Danmörk 1-3
0-1 Nicolai Jörgensen (27.), 0-2 Christian Eriksen (51.), 1-2 Islambek Kuat (76.), 1-3 Kasper Dolberg (81.).
Rautt spjald: Bauyrzhan Islamkhan - Kazakstan (43.).
F-riðill:
Skotland - England 2-2
0-1 Alex Oxlade-Chamberlain (71.), 1-1 Leigh Griffiths (87.), 2-1 Leigh Griffiths (90.), 2-2 Harry Kane (90.).
Slóvenía - Malta 2-0
1-0 Josip Ilicic (45.), 2-0 Milivoje Novakovic (84.).
