Harpa ekki lengur miðpunktur Iceland Airwaves og færri miðar í boði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2017 12:45 Ásgeir Trausti er einn þeirra listamanna sem koma munu fram á Iceland Airwaves í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður ekki miðpunktur Iceland Airwaves eins og verið hefur undanfarin ár heldur munu nýir tónleikastaðir koma inn með breyttu fyrirkomulagi hátíðarinnar. Þannig verður off venue-stöðum fækkað og teknir inn þrír tónleikastaðir á Akureyri en með breyttu fyrirkomulagi fækkar miðum í umferð úr 9000 í 7500. Hátíðin fer fram þann 1. til 5. nóvember næstkomandi. „Tekin hefur verið ákvörðun um að leita aftur til upphafsins og stokka því nokkuð upp í skipulagningu hátíðarinnar. Helsta breytingin er að hátíðin mun ekki nota Hörpuna sem miðpunkt dagskrárinnar. Airwaves mun þó ekki alveg yfirgefa Hörpu því í Eldborgarsalnum verða haldnir þrennir stórir tónleikar með Ásgeiri og Fleet Foxes,“ segir í tilkynningu Iceland Airwaves en dagskráin mun fara fram á eftirfarandi tónleikastöðum í Reykjavík: Húrra Gaukurinn Hressó Iðnó Gamla bíó Þjóðleikhúsið (stóra sviðið) Þjóðleikhúskjallarinn Eldborg í Hörpu Fríkirkjan Hard Rock Café Listasafn Íslands Valshöllin Þá er Akureyri bætt inn í dagskrána og munu tónleikastaðirnir þar vera Græni hatturinn, Hof og Sjallinn. Boðið verður upp á beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar með Air Iceland Connect. Airwaves Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður ekki miðpunktur Iceland Airwaves eins og verið hefur undanfarin ár heldur munu nýir tónleikastaðir koma inn með breyttu fyrirkomulagi hátíðarinnar. Þannig verður off venue-stöðum fækkað og teknir inn þrír tónleikastaðir á Akureyri en með breyttu fyrirkomulagi fækkar miðum í umferð úr 9000 í 7500. Hátíðin fer fram þann 1. til 5. nóvember næstkomandi. „Tekin hefur verið ákvörðun um að leita aftur til upphafsins og stokka því nokkuð upp í skipulagningu hátíðarinnar. Helsta breytingin er að hátíðin mun ekki nota Hörpuna sem miðpunkt dagskrárinnar. Airwaves mun þó ekki alveg yfirgefa Hörpu því í Eldborgarsalnum verða haldnir þrennir stórir tónleikar með Ásgeiri og Fleet Foxes,“ segir í tilkynningu Iceland Airwaves en dagskráin mun fara fram á eftirfarandi tónleikastöðum í Reykjavík: Húrra Gaukurinn Hressó Iðnó Gamla bíó Þjóðleikhúsið (stóra sviðið) Þjóðleikhúskjallarinn Eldborg í Hörpu Fríkirkjan Hard Rock Café Listasafn Íslands Valshöllin Þá er Akureyri bætt inn í dagskrána og munu tónleikastaðirnir þar vera Græni hatturinn, Hof og Sjallinn. Boðið verður upp á beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar með Air Iceland Connect.
Airwaves Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira