Fjármálaeftirlitið bitlaust og skortir sjálfstæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2017 22:04 Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira