Úrslitin í KPMG bikarnum klár fyrir morgundaginn Elías Orri Njarðarson skrifar 24. júní 2017 18:15 Alfreð Brynjar eftir að hafa komist í úrslitin í KPMG bikarnum. mynd/GSÍ Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira