Miklu meira en Jónas Bergur Ebbi skrifar 23. júní 2017 07:00 Ég set stórt spurningarmerki við að takmarka notkun reiðufjár á Íslandi. Ég vil að þegar viðskipti fari fram séu fleiri en einn valkostur í boði. Hér á eftir fer rökstuðningur: Styrkur reiðufjár felst í því sem orðið sjálft segir: það er fé sem er „til reiðu“. Það er öðruvísi en allt annað fjármagn sem fólk hefur aðgang að. Jafnvel þó þú eigir peninga á bankareikningnum þínum þá er það ekki bara undir þér komið hvort það fé sé „til reiðu“. Þú þarft í fyrsta lagi að vera nálægt posa, neti, síma eða tölvu og fyrir alla þá þjónustu þarf að greiða – fyrir utan þá staðreynd að tæknilegar bilanir geta alltaf orðið. Til að viðskiptin sem þú vilt gera eigi sér stað þarf í raun heilt kerfi að virka í þína þágu, og þó að það klikki sjaldan, þá er óábyrgt að strúktúra samfélag á þann hátt að fyrir sérhver viðskipti þurfi fjöldi hagsmunaaðila að hafa aðkomu. Því allir þessir aðilar hafa eigendur og stjórnendur og maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega ofsóknaróður til láta sér líka illa við það.Mikilvægt að hafa valkosti Enda er ég ekkert ofsóknaróður. Ég er bara góður og gegn plebbi sem upplifði það fyrir innan við áratug síðan að bankakerfi lands míns hrundi. Ég upplifði það að fylgjast með fólki streyma í banka og taka peninga út í reiðufé – fólk sem hefði að öðrum kosti kannski gripið til verri og ófyrirséðari aðgerða. Ég sá að reiðufé gaf fólki, kannski þeim sem örvæntu mest, ákveðna festu – þegar bankamenn höfðu breytt milljónföldum árslaunum venjulegs fólks í móðukenndar tölur á tölvuskjáum. Og mér finnst einfeldni að treysta þessu sama kerfi fyrir öllum viðskiptum svo skömmu síðar. Ekki misskilja mig. Ég treysti bönkum. En ég treysti þeim ekki 100%. Og að sjálfsögðu veit ég að reiðufé kostar líka peninga sem greiddir eru af skattfé okkar allra. Seðlarnir eru prentaðir erlendis og það kostar stórfé að slá myntina – en kannski er það bara fórnarkostnaður þess að hafa fleiri en einn valkost í viðskiptum. Fjölmargir hlutir í samfélagi okkar eru rándýrir og ekki praktískir nema horft sé heildstætt á málið. Það kostar til dæmis stórfé að halda uppi dómskerfi, sem lang oftast úrskurðar um málefni sem varða ekki þorra almennings og það væri kannski hægt að láta ráðgjafafyrirtæki komast að þeirri niðurstöðu að meginþorri dómsmála hafi enga praktíska þýðingu nema fyrir örlítinn sérhagsmunahóp. En auðvitað vita allir að dómskerfið snýst um prinsip – að hafa möguleikann og valkostinn til að fá úrlausn ágreiningsefna sinna, þó að fáir nýti sér hann.Endurvekjum traustið Þetta dæmi er ekki langsótt. Þó reiðufé þjóni oft sérhagsmunum þá er sjálf tilvist þess mikilvægt samfélagslegt prinsip sem snýst um að ríkisvaldið haldi uppi regluverki sem tryggi að fram geti farið viðskipti sem bankar og kortafyrirtæki hafa ekki beina milligöngu um. Ef möguleikinn á slíkum viðskiptum er fjarlægður er búið að loka á glufu sem á að vera opin í samfélögum sem lifa eftir þeirri stefnu að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Auk þess mun útrýming reiðufjár ekki útrýma ólöglegri starfsemi. Fólk mun áfram kaupa hass eða selja jeppadekk án þess að borga ríkisvaldinu hluta af viðskiptunum. Það mun finna leið. Hassið og jeppadekkin geta aldrei verið grunnrök þessarar umræðu. Málið snýst um eftirfarandi: Reiðufé er hinn milliliðalausi sáttmáli milli ríkisvaldsins og þegna þess. Og eins og allir sáttmálar snýst reiðufé um traust. Samkvæmt rannsóknum fjármálaráðuneytisins ber mikið á því að þegnar landsins misnoti traustið sem þeim er gefið. Þeir nota reiðufé til að svíkja undan skatti og stunda ólögleg viðskipti. En nú spyr ég: er besta leiðin til að styrkja traustið að fella sáttmálann úr gildi eða lama hann þannig að viðskipti geti ekki farið fram án þess að milliliðir komi að málum? Erum við í alvöru á því stigi að það þurfi að láta unglinginn á heimilinu pissa í glas á hverjum degi? Horfum á málið heildstætt. Ekkert kerfi er fullkomið. Það þurfa alltaf að vera tveir valkostir, til að veita hvor öðrum aðhald. Hugmyndin um takmörkun á notkun reiðufjár eða jafnvel afnám þess er risastór pólitísk spurning sem varðar sjálfan samfélagssáttmálann. Þetta mál snýst um miklu meira en að taka Jónas, eða jafnvel Ragnheiði úr umferð. Um er að ræða grundvallaratriði í samskiptum ríkisins og þegna þess. Ræðum málið allavega þannig. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Ég set stórt spurningarmerki við að takmarka notkun reiðufjár á Íslandi. Ég vil að þegar viðskipti fari fram séu fleiri en einn valkostur í boði. Hér á eftir fer rökstuðningur: Styrkur reiðufjár felst í því sem orðið sjálft segir: það er fé sem er „til reiðu“. Það er öðruvísi en allt annað fjármagn sem fólk hefur aðgang að. Jafnvel þó þú eigir peninga á bankareikningnum þínum þá er það ekki bara undir þér komið hvort það fé sé „til reiðu“. Þú þarft í fyrsta lagi að vera nálægt posa, neti, síma eða tölvu og fyrir alla þá þjónustu þarf að greiða – fyrir utan þá staðreynd að tæknilegar bilanir geta alltaf orðið. Til að viðskiptin sem þú vilt gera eigi sér stað þarf í raun heilt kerfi að virka í þína þágu, og þó að það klikki sjaldan, þá er óábyrgt að strúktúra samfélag á þann hátt að fyrir sérhver viðskipti þurfi fjöldi hagsmunaaðila að hafa aðkomu. Því allir þessir aðilar hafa eigendur og stjórnendur og maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega ofsóknaróður til láta sér líka illa við það.Mikilvægt að hafa valkosti Enda er ég ekkert ofsóknaróður. Ég er bara góður og gegn plebbi sem upplifði það fyrir innan við áratug síðan að bankakerfi lands míns hrundi. Ég upplifði það að fylgjast með fólki streyma í banka og taka peninga út í reiðufé – fólk sem hefði að öðrum kosti kannski gripið til verri og ófyrirséðari aðgerða. Ég sá að reiðufé gaf fólki, kannski þeim sem örvæntu mest, ákveðna festu – þegar bankamenn höfðu breytt milljónföldum árslaunum venjulegs fólks í móðukenndar tölur á tölvuskjáum. Og mér finnst einfeldni að treysta þessu sama kerfi fyrir öllum viðskiptum svo skömmu síðar. Ekki misskilja mig. Ég treysti bönkum. En ég treysti þeim ekki 100%. Og að sjálfsögðu veit ég að reiðufé kostar líka peninga sem greiddir eru af skattfé okkar allra. Seðlarnir eru prentaðir erlendis og það kostar stórfé að slá myntina – en kannski er það bara fórnarkostnaður þess að hafa fleiri en einn valkost í viðskiptum. Fjölmargir hlutir í samfélagi okkar eru rándýrir og ekki praktískir nema horft sé heildstætt á málið. Það kostar til dæmis stórfé að halda uppi dómskerfi, sem lang oftast úrskurðar um málefni sem varða ekki þorra almennings og það væri kannski hægt að láta ráðgjafafyrirtæki komast að þeirri niðurstöðu að meginþorri dómsmála hafi enga praktíska þýðingu nema fyrir örlítinn sérhagsmunahóp. En auðvitað vita allir að dómskerfið snýst um prinsip – að hafa möguleikann og valkostinn til að fá úrlausn ágreiningsefna sinna, þó að fáir nýti sér hann.Endurvekjum traustið Þetta dæmi er ekki langsótt. Þó reiðufé þjóni oft sérhagsmunum þá er sjálf tilvist þess mikilvægt samfélagslegt prinsip sem snýst um að ríkisvaldið haldi uppi regluverki sem tryggi að fram geti farið viðskipti sem bankar og kortafyrirtæki hafa ekki beina milligöngu um. Ef möguleikinn á slíkum viðskiptum er fjarlægður er búið að loka á glufu sem á að vera opin í samfélögum sem lifa eftir þeirri stefnu að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Auk þess mun útrýming reiðufjár ekki útrýma ólöglegri starfsemi. Fólk mun áfram kaupa hass eða selja jeppadekk án þess að borga ríkisvaldinu hluta af viðskiptunum. Það mun finna leið. Hassið og jeppadekkin geta aldrei verið grunnrök þessarar umræðu. Málið snýst um eftirfarandi: Reiðufé er hinn milliliðalausi sáttmáli milli ríkisvaldsins og þegna þess. Og eins og allir sáttmálar snýst reiðufé um traust. Samkvæmt rannsóknum fjármálaráðuneytisins ber mikið á því að þegnar landsins misnoti traustið sem þeim er gefið. Þeir nota reiðufé til að svíkja undan skatti og stunda ólögleg viðskipti. En nú spyr ég: er besta leiðin til að styrkja traustið að fella sáttmálann úr gildi eða lama hann þannig að viðskipti geti ekki farið fram án þess að milliliðir komi að málum? Erum við í alvöru á því stigi að það þurfi að láta unglinginn á heimilinu pissa í glas á hverjum degi? Horfum á málið heildstætt. Ekkert kerfi er fullkomið. Það þurfa alltaf að vera tveir valkostir, til að veita hvor öðrum aðhald. Hugmyndin um takmörkun á notkun reiðufjár eða jafnvel afnám þess er risastór pólitísk spurning sem varðar sjálfan samfélagssáttmálann. Þetta mál snýst um miklu meira en að taka Jónas, eða jafnvel Ragnheiði úr umferð. Um er að ræða grundvallaratriði í samskiptum ríkisins og þegna þess. Ræðum málið allavega þannig. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun