„Ég var að hugsa um sakleysi og hreinleika barnsins, og að klæða næstu kynslóð. Þessi lína er mjög persónuleg fyrir mig,” sagði Demna Gvasalia, listrænn stjórnandi tískuhússins, í samtali við breska GQ á Instagram. Sýningin var skemmtileg og klæðileg.
Demna, sem hefur komið eins og stormsveipur inn í tískuheiminn, brýtur enn og aftur upp staðalímyndir og finnst okkur frábært að lagt sé áhersla á föðurhlutverkið á tískupöllunum.




