Okkar kona lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hún endaði daginn í hópi 20 efstu kylfinganna og verður áhugavert að sjá hvað hún gerir í kvöld.
„Ég var að spila og pútta mjög vel. Ég var komin í gott flæði en svo lentum við í því að dómararnir voru farnir að ýta svolítið á eftir okkur. Þá datt ég aðeins úr flæðinu en spilaði samt vel áfram,“ sagði Ólafía.
„Það er alltaf gott að byrja vel og ég ætla að reyna að halda áfram á sömu braut.“
Ólafía fer af stað klukkan 19.00 í kvöld en sýnt verður beint frá mótinu klukkan 22.00 á Golfstöðinni.
Hér að neðan má sjá hversu kát hún var með hringinn í gær en viðtal við hana má sjá að ofan.
Post-round dance moves with @olafiakri & @al_lunsford to @NSYNC's Bye Bye Bye #thornberrylpga pic.twitter.com/FQUE43idh3
— LPGA (@LPGA) July 6, 2017