Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun leik á móti í LET-mótaröðinni sem fer fram í Tælandi.
Hún kom í hús á 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Hún er í 86.-98. sæti eins og staðan er núna. Efstu konur léku á fjórum höggum undir pari.
Þó svo hringurinn hafi ekki verið góður hjá okkar konu þá á hún enn möguleika á því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Niðurskurðarlínan er í fjórum höggum yfir pari núna og með því að spila frábæran hring á morgun gæti hún komist áfram.
