10,4% aukning í bílasölu í júní Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2017 11:03 Bílaumferð í Reykjavík. Í júnímánuði varð 10,4% aukning í sölu nýrra bíla samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls voru skráðir 3.142 nýir fólksbílar í júní. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 30. júní sl. hefur aukist um tæp 13% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 13.679 bílar á móti 12.115 bílum á árinu 2016, eða aukning um 1.564 bíla. Bílaleigubílar eru enn sem fyrr stór hluti af nýskráðum bílum, eða rétt rúmur helmingur af öllu nýskráningum fólksbíla fyrstu 6 mánuði ársins. Hins vegar hefur verið mikil aukning í sölu til einstaklina og fyrirtækja sem verið hafa að skipta út gömlum úr sér gengnum bílum fyrir nýrri. Má búast við að hlutfall milli skráðra fólksbíla til bílaleiga og einstaklinga eigi eftir að breytast á seinni helming ársins þar sem nú er búið að skrá flesta þá bíla sem fara í bílaleigu. Liðlega 47% af nýskráðum bílum á fyrri helming ársins er sjálfskiptur og vinsælasti liturinn á sama tíma er hvítur. BL er með mestu markaðshlutdeildina eða um 29,1%. Í öðru sæti kemur svo Toyota með 17,3% hlutdeild en Toyota Yaris er jafnframt mest selda einstaka bílgerðin, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent
Í júnímánuði varð 10,4% aukning í sölu nýrra bíla samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls voru skráðir 3.142 nýir fólksbílar í júní. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 30. júní sl. hefur aukist um tæp 13% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 13.679 bílar á móti 12.115 bílum á árinu 2016, eða aukning um 1.564 bíla. Bílaleigubílar eru enn sem fyrr stór hluti af nýskráðum bílum, eða rétt rúmur helmingur af öllu nýskráningum fólksbíla fyrstu 6 mánuði ársins. Hins vegar hefur verið mikil aukning í sölu til einstaklina og fyrirtækja sem verið hafa að skipta út gömlum úr sér gengnum bílum fyrir nýrri. Má búast við að hlutfall milli skráðra fólksbíla til bílaleiga og einstaklinga eigi eftir að breytast á seinni helming ársins þar sem nú er búið að skrá flesta þá bíla sem fara í bílaleigu. Liðlega 47% af nýskráðum bílum á fyrri helming ársins er sjálfskiptur og vinsælasti liturinn á sama tíma er hvítur. BL er með mestu markaðshlutdeildina eða um 29,1%. Í öðru sæti kemur svo Toyota með 17,3% hlutdeild en Toyota Yaris er jafnframt mest selda einstaka bílgerðin, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent