Pressa á heimamanninum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 22:30 Axel er sigurstranglegur á heimavelli. mynd/seth/gsimyndir Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“ Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira