Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar 18. júlí 2017 20:50 Sif Atladóttir bjargar hér einu sinni sem oftar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið gaf fá færi á sér en Frakkarnir skoruðu sigurmarkið úr ódýrri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leiksins. Íslensku stelpurnar létu vel finna fyrir sér í þessum leik og Frakkarnir voru mun meira með boltann. Íslenska liðið var engu að síður nokkrum sinnum nálægt því að skora. Pressa franska liðsins var meiri í seinni hálfleik og því miður féll ítalski dómarinn í gildru Frakka og gaf þeim ódýra vítaspyrnu sem réði úrslitum í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku stelpurnar stóðu sig í leiknum í kvöld að mati íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 7 Nánast fullkominn leikur hjá Guðbjörgu. Varði allt sem á markið kom mjög örugglega og var sterk í teignum. Boltinn fór einu sinni framhjá henni og það var úr vítaspyrnu. Traustur leikur hjá Guggu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Hrikalega öflug í þriggja miðvarða kerfinu eins og stöllur hennar tvær. Er best á boltann af þeim þremur og gerði hvað mest til að reyna að senda boltann rólega út úr vörninni. Staðsetti sig vel og átti nokkrar góðar tæklingar.Sif Atladóttir, miðvörður 9 - maður leiksins Drottningin í hjarta varnarinnar var algjörlega frábær. Hún kláraði hvert einasta einvígi sem hún fór í og var stundum eins og eins manns her í miðjunni á þriggja manna miðvarðalínunni. Frábær leikur hjá Sif.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 8 Nýliðinn getur heldur betur verið sátt með frumraun sína. Hún var jafnísköld og á móti Brasilíu á dögunum og sýndi hvers vegna Freyr valdi hana í byrjunarliðið. Fékk gult spjald fyrir harða tæklingu en var annars traust og lét stórskotalið Frakka hafa áhrif á sig.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 7 Varðist vel með mann fyrir framan sig en á í smá basli með að verjast er hún hleypur til baka eins og vængbakverðir þurfa mikið að gera. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega og klúðraði dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 8 Fyrirliðinn var bókstaflega út um allt. Mælirinn sem mældi hlaupatölur hennar hefur vafalítið sprungið. Vann mikið af návígum en hefði mátt vera betri að róa leikinn niður þegar hún fékk boltann á smá svæði.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 8 Sísí fríkaði svo sannarlega ekki út í sínum fyrsta leik. Virkilega góð frumraun á stórmóti. Vann mikið af tæklingum og gerði hvað best af miðjumönnum Íslands að koma boltanum í spil eftir að hún vann boltann.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 7 Var í svolitlu basli í fyrri hálfleik en komst betur í takt við leikinn í seinni hálfleik. Átti nokkrar fínar fyrirgjafir inn á teiginn.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður 7 Var algjörlega óhrædd í EM-frumraun sinni og hljóp úr sér lifur og lungu. Hún beið fremst þegar íslenska liðið varðist. Náði ekki að skapa mikið enda var hún frekar einmanna í framlínunni en mikill dugnaður í henni.Fanndís Friðriksdóttir átti góðan leik.Vísir/GettyFanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 8 Besti sóknarmaður íslenska liðsins í leiknum. Var alltaf tilbúin að taka leikmenn Frakka á og barðist eins og ljón. Var sú eina sem vann reglulega boltann framarlega á vellinum fyrir Ísland með mikilli grimmd.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Fínn leikur hjá Dagnýju sem á þó eitthvað í land með leikformið. Hefði mátt skila boltanum betur frá sér en hljóp og barðist eins mikið og hún gat og var öflugri í seinni hálfleik.Varamenn:Katrín Ásbjörnsdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 61. mínútu) 7 Kom grimm inn og barðist en fékk úr litlu að moða í framlínunni. Engu að síður ágæt innkoma.Harpa Þorsteinsdóttir - (Kom inn á fyrir Sigríði Láru á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Fékk litla þjónustu þær mínútur sem hún var inn á vellinum. Reyndi að halda uppi baráttunni en náði litlum takti.Elín Metta Jensen - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Var aðeins nýkomin inná þegar hún fékk dæmt á sig vítaspyrnu. Grátlegt fyrir hana ekki síst þar sem að þetta var mjög strangur dómur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið gaf fá færi á sér en Frakkarnir skoruðu sigurmarkið úr ódýrri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leiksins. Íslensku stelpurnar létu vel finna fyrir sér í þessum leik og Frakkarnir voru mun meira með boltann. Íslenska liðið var engu að síður nokkrum sinnum nálægt því að skora. Pressa franska liðsins var meiri í seinni hálfleik og því miður féll ítalski dómarinn í gildru Frakka og gaf þeim ódýra vítaspyrnu sem réði úrslitum í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku stelpurnar stóðu sig í leiknum í kvöld að mati íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 7 Nánast fullkominn leikur hjá Guðbjörgu. Varði allt sem á markið kom mjög örugglega og var sterk í teignum. Boltinn fór einu sinni framhjá henni og það var úr vítaspyrnu. Traustur leikur hjá Guggu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Hrikalega öflug í þriggja miðvarða kerfinu eins og stöllur hennar tvær. Er best á boltann af þeim þremur og gerði hvað mest til að reyna að senda boltann rólega út úr vörninni. Staðsetti sig vel og átti nokkrar góðar tæklingar.Sif Atladóttir, miðvörður 9 - maður leiksins Drottningin í hjarta varnarinnar var algjörlega frábær. Hún kláraði hvert einasta einvígi sem hún fór í og var stundum eins og eins manns her í miðjunni á þriggja manna miðvarðalínunni. Frábær leikur hjá Sif.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 8 Nýliðinn getur heldur betur verið sátt með frumraun sína. Hún var jafnísköld og á móti Brasilíu á dögunum og sýndi hvers vegna Freyr valdi hana í byrjunarliðið. Fékk gult spjald fyrir harða tæklingu en var annars traust og lét stórskotalið Frakka hafa áhrif á sig.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 7 Varðist vel með mann fyrir framan sig en á í smá basli með að verjast er hún hleypur til baka eins og vængbakverðir þurfa mikið að gera. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega og klúðraði dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 8 Fyrirliðinn var bókstaflega út um allt. Mælirinn sem mældi hlaupatölur hennar hefur vafalítið sprungið. Vann mikið af návígum en hefði mátt vera betri að róa leikinn niður þegar hún fékk boltann á smá svæði.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 8 Sísí fríkaði svo sannarlega ekki út í sínum fyrsta leik. Virkilega góð frumraun á stórmóti. Vann mikið af tæklingum og gerði hvað best af miðjumönnum Íslands að koma boltanum í spil eftir að hún vann boltann.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 7 Var í svolitlu basli í fyrri hálfleik en komst betur í takt við leikinn í seinni hálfleik. Átti nokkrar fínar fyrirgjafir inn á teiginn.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður 7 Var algjörlega óhrædd í EM-frumraun sinni og hljóp úr sér lifur og lungu. Hún beið fremst þegar íslenska liðið varðist. Náði ekki að skapa mikið enda var hún frekar einmanna í framlínunni en mikill dugnaður í henni.Fanndís Friðriksdóttir átti góðan leik.Vísir/GettyFanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 8 Besti sóknarmaður íslenska liðsins í leiknum. Var alltaf tilbúin að taka leikmenn Frakka á og barðist eins og ljón. Var sú eina sem vann reglulega boltann framarlega á vellinum fyrir Ísland með mikilli grimmd.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Fínn leikur hjá Dagnýju sem á þó eitthvað í land með leikformið. Hefði mátt skila boltanum betur frá sér en hljóp og barðist eins mikið og hún gat og var öflugri í seinni hálfleik.Varamenn:Katrín Ásbjörnsdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 61. mínútu) 7 Kom grimm inn og barðist en fékk úr litlu að moða í framlínunni. Engu að síður ágæt innkoma.Harpa Þorsteinsdóttir - (Kom inn á fyrir Sigríði Láru á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Fékk litla þjónustu þær mínútur sem hún var inn á vellinum. Reyndi að halda uppi baráttunni en náði litlum takti.Elín Metta Jensen - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Var aðeins nýkomin inná þegar hún fékk dæmt á sig vítaspyrnu. Grátlegt fyrir hana ekki síst þar sem að þetta var mjög strangur dómur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira