Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2017 18:42 Prúðbúnir aðdáendur Jane Austen. Visir/getty Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty
Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira