Styrkár er með BS-gráðu í sálfræði og tengdi ritgerðina starfinu. Annars á átta mánaða dóttirin Salka hug hans allan um þessar mundir. Fjölskyldan á schaefer-hundinn Móu, sem heldur mannskapnum í góðri æfingu.
Styrkár kveður það mikil forréttindi að vinna á endurhæfingargeðdeildinni og koma að því að hjálpa ungu fólki í vanda. Hann segir starfsandann á deildinni einstakan og er viss um að það stuðli að betri meðferð fyrir skjólstæðinga deildarinnar.
Hægt er að skoða fleiri mannauðsmínútur frá Landspítala hér.
Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mannauðsmínútan (5) // Styrkár Hallsson from Landspítali on Vimeo.