Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 17:15 Sara Björk viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir Frakkaleikinn fyrir átta árum. Hún er reynslunni ríkari. Vísir/Tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira