Fjölskrúð og fáskrúð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. júlí 2017 09:00 Ég horfist í augu við gamlan barnæskubangsa milli þess sem ég skrifa þetta – hann er ekkert sérstaklega hjálplegur frekar en fyrri daginn, en hann hefur þó fylgt mér gegnum tíðina blessaður, aldrei verulega atkvæðamikill og eiginlega ekkert sérlega skilningsríkur heldur en hann hefur þó sína áru sem hefur verið að mótast frá því að fundum okkar bar saman kringum þriggja ára afmælið. Skammt frá honum er karborator úr Morrisnum sem fjölskyldan átti þegar ég var lítill, fyrsta bílnum; ég veit ekki af hverju pabbi hafði hann alltaf í hillu hjá sér en honum fannst þetta skemmtilegur skúlptúr. Og nú er hann hjá mér, fornfálegur og fallegur vitnisburður um mannlegt hugvit og minningavaki um ferðir í bíl, samveru, andrúmsloft – og hefur sína áru, rétt eins og plasthálsfestin þar við hliðina sem dóttir mín bjó til handa mér þegar hún var í leikskóla og hefur hennar áru og sína áru og mína áru.Eyðisandur minimalismansÉg aðhyllist maximalískan lífsstíl. Ég veit að öllu ægir saman hjá mér og sjetteringarnar eru glataðar. Og ég veit að ég fylli rými mitt af þarflausum hlutum: til hvers er þessi steinn? Ekki neins. Undir hvað er þessi skál? Ekki neitt. Hvað er þessi hattur að gera þarna? Ekkert … Ég veit að þetta er hættuspil. Svo gæti farið að allt sykki í drasl hjá mér og ég yrði kaosinu að bráð, hyrfi inn í áruþykknið og gleymdi stund og stað. Maximalistinn þarf alltaf að vera að færa dótið sitt til og frá, til að skynja það upp á nýtt, eða jafnvel átta sig á því að kominn sé tími til að losa sig við það. Allt fer þetta í bága við eina helstu kröfu nútímans, sem er að heimili séu stílhrein eins og það er kallað. Öðru nafni fábreytt; að allt sé meira og minna eins. Í hendur við þessa stífu fábreytnikröfu helst tómleikakrafan, að maður eigi að skapa hálfgera auðn í kringum sig. Þetta er krafan um hið stílhreina tóm; hið klíníska líf, óspjallað af sögu, kenndum, persónuleika og samskiptum. Eiginlega á maður að eyða jafnharðan öllum ummerkjum um sig og líf sitt. Einn vinsælasti samskiptamáti nútímans endurspeglar þetta, Snapchat, þar sem skilaboðin eyðast jafnharðan og þau hafa verið send og numin. Íbúðir verða staðlaðir eyðisandar. Stílhreinir.Fjölskrúðshyggja og fáskrúðshyggjaLífið á að vera falið í innbyggðum skápum, herðatré, skór, pottar, matur: allt er falið eins og blygðunarefni. Bóklausar hillur, myndlausir veggir, munir sem veljast saman vegna litasjetteringa og verður að sama skapi árulausir. Hvítir veggir, svartir munir, svartir veggir, hvítir munir, grátónar – glerborð. Svartir og hvítir skrautmunir með grátóna tilbrigðum. Stórar stofur með einum svörtum sófa, einni hvítri mottu, kannski stól sem er eftir einhvern og er grátóna. Og glerborð. Eldhúsin eiga að líta út eins og geimskip eða tilraunastofur, þar sem allt skal geymt í innbyggðum skápum. Lífið er annars staðar. Það er í tölvunni, innbyggt. Þar er allt, músíkin sem streymir af netinu, lesefnið, skrifin, kenndirnar sem maður tjáir með táknmyndum, fjölskyldumyndirnar, minningarnar, áran sem leikur um líf þitt … Gott og vel. Við lifum á undursamlegum tímum. Á meðan ég skrifa þennan heimsósóma yfir nútíma-lifnaðarháttum hlusta ég af netinu á Ali Farka Toure frá Malí úr litlum og handhægum hátalara og spjalla milli málsgreina við mann í Finnlandi og annan í miðbæ Reykjavíkur. Enginn skyldi lasta þá möguleika sem slíkar tengingar gefa okkur – þó að þær hafi að vísu líka fært okkur Trump því að nú getur fólk verið allan daginn á netinu án þess að þurfa nokkru sinni að sjá þar satt orð. Minimalismi og maximalismi. Mætti ekki kalla þetta fjölskrúðshyggju og fáskrúðshyggju? Fjölskrúðsfólk gleðst við alla liti heimsins og þá óumræðilegu auðlegð sem felst í að mega blanda þeim saman á alla hugsanlega vegu. áskrúðshyggjumenn telja að við eigum að neita okkur um liti, og leyfa alls ekki fleiri en einn í einu, helst bara svart og hvítt af því að það er svo stílhreint. Fáskrúðsljóð geyma aðeins eina mynd, stílhreina, en í fjölskrúðsljóðum hlaðast þær upp hver af annarri og mynda ómótstæðilegan flaum. Fáskrúðsmyndlist er oft formlaus drangur, dauft strik á blaði, eitthvað hvítt á hvítu. Fásrkrúðstónlist segir: það er til einn tónn, og hann er stílhreinn. Meinlæti einkenna hið fáskrúðuga en fjölskrúðssinnar fagna lífinu í öllum sínum óteljandi myndum og leyfa því að leika um sig, mæta hendingunni sem sérhver dagur færir okkur og skipta um skoðun á tveggja daga fresti. Fáskrúðshyggjumenn vilja að við hendum öllu, losum okkur við farangurinn í lífinu, séum frjáls og óbundin, umfram allt ótrufluð af áreitinu sem nútíminn er svo fullur af. Og mikil ósköp; við þurfum fæst okkar aðrar gjafir en aukið rými. En ég er samt maxímalisti: ég fagna geymslum fullum af aflögðum nytjahlutum, hrúgum af ósamstæðu glingri, hillum fullum af hlutum sem eru ekki til neins, og ótal bókum sem hafa að geyma, hver og ein, sinn alheim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Ég horfist í augu við gamlan barnæskubangsa milli þess sem ég skrifa þetta – hann er ekkert sérstaklega hjálplegur frekar en fyrri daginn, en hann hefur þó fylgt mér gegnum tíðina blessaður, aldrei verulega atkvæðamikill og eiginlega ekkert sérlega skilningsríkur heldur en hann hefur þó sína áru sem hefur verið að mótast frá því að fundum okkar bar saman kringum þriggja ára afmælið. Skammt frá honum er karborator úr Morrisnum sem fjölskyldan átti þegar ég var lítill, fyrsta bílnum; ég veit ekki af hverju pabbi hafði hann alltaf í hillu hjá sér en honum fannst þetta skemmtilegur skúlptúr. Og nú er hann hjá mér, fornfálegur og fallegur vitnisburður um mannlegt hugvit og minningavaki um ferðir í bíl, samveru, andrúmsloft – og hefur sína áru, rétt eins og plasthálsfestin þar við hliðina sem dóttir mín bjó til handa mér þegar hún var í leikskóla og hefur hennar áru og sína áru og mína áru.Eyðisandur minimalismansÉg aðhyllist maximalískan lífsstíl. Ég veit að öllu ægir saman hjá mér og sjetteringarnar eru glataðar. Og ég veit að ég fylli rými mitt af þarflausum hlutum: til hvers er þessi steinn? Ekki neins. Undir hvað er þessi skál? Ekki neitt. Hvað er þessi hattur að gera þarna? Ekkert … Ég veit að þetta er hættuspil. Svo gæti farið að allt sykki í drasl hjá mér og ég yrði kaosinu að bráð, hyrfi inn í áruþykknið og gleymdi stund og stað. Maximalistinn þarf alltaf að vera að færa dótið sitt til og frá, til að skynja það upp á nýtt, eða jafnvel átta sig á því að kominn sé tími til að losa sig við það. Allt fer þetta í bága við eina helstu kröfu nútímans, sem er að heimili séu stílhrein eins og það er kallað. Öðru nafni fábreytt; að allt sé meira og minna eins. Í hendur við þessa stífu fábreytnikröfu helst tómleikakrafan, að maður eigi að skapa hálfgera auðn í kringum sig. Þetta er krafan um hið stílhreina tóm; hið klíníska líf, óspjallað af sögu, kenndum, persónuleika og samskiptum. Eiginlega á maður að eyða jafnharðan öllum ummerkjum um sig og líf sitt. Einn vinsælasti samskiptamáti nútímans endurspeglar þetta, Snapchat, þar sem skilaboðin eyðast jafnharðan og þau hafa verið send og numin. Íbúðir verða staðlaðir eyðisandar. Stílhreinir.Fjölskrúðshyggja og fáskrúðshyggjaLífið á að vera falið í innbyggðum skápum, herðatré, skór, pottar, matur: allt er falið eins og blygðunarefni. Bóklausar hillur, myndlausir veggir, munir sem veljast saman vegna litasjetteringa og verður að sama skapi árulausir. Hvítir veggir, svartir munir, svartir veggir, hvítir munir, grátónar – glerborð. Svartir og hvítir skrautmunir með grátóna tilbrigðum. Stórar stofur með einum svörtum sófa, einni hvítri mottu, kannski stól sem er eftir einhvern og er grátóna. Og glerborð. Eldhúsin eiga að líta út eins og geimskip eða tilraunastofur, þar sem allt skal geymt í innbyggðum skápum. Lífið er annars staðar. Það er í tölvunni, innbyggt. Þar er allt, músíkin sem streymir af netinu, lesefnið, skrifin, kenndirnar sem maður tjáir með táknmyndum, fjölskyldumyndirnar, minningarnar, áran sem leikur um líf þitt … Gott og vel. Við lifum á undursamlegum tímum. Á meðan ég skrifa þennan heimsósóma yfir nútíma-lifnaðarháttum hlusta ég af netinu á Ali Farka Toure frá Malí úr litlum og handhægum hátalara og spjalla milli málsgreina við mann í Finnlandi og annan í miðbæ Reykjavíkur. Enginn skyldi lasta þá möguleika sem slíkar tengingar gefa okkur – þó að þær hafi að vísu líka fært okkur Trump því að nú getur fólk verið allan daginn á netinu án þess að þurfa nokkru sinni að sjá þar satt orð. Minimalismi og maximalismi. Mætti ekki kalla þetta fjölskrúðshyggju og fáskrúðshyggju? Fjölskrúðsfólk gleðst við alla liti heimsins og þá óumræðilegu auðlegð sem felst í að mega blanda þeim saman á alla hugsanlega vegu. áskrúðshyggjumenn telja að við eigum að neita okkur um liti, og leyfa alls ekki fleiri en einn í einu, helst bara svart og hvítt af því að það er svo stílhreint. Fáskrúðsljóð geyma aðeins eina mynd, stílhreina, en í fjölskrúðsljóðum hlaðast þær upp hver af annarri og mynda ómótstæðilegan flaum. Fáskrúðsmyndlist er oft formlaus drangur, dauft strik á blaði, eitthvað hvítt á hvítu. Fásrkrúðstónlist segir: það er til einn tónn, og hann er stílhreinn. Meinlæti einkenna hið fáskrúðuga en fjölskrúðssinnar fagna lífinu í öllum sínum óteljandi myndum og leyfa því að leika um sig, mæta hendingunni sem sérhver dagur færir okkur og skipta um skoðun á tveggja daga fresti. Fáskrúðshyggjumenn vilja að við hendum öllu, losum okkur við farangurinn í lífinu, séum frjáls og óbundin, umfram allt ótrufluð af áreitinu sem nútíminn er svo fullur af. Og mikil ósköp; við þurfum fæst okkar aðrar gjafir en aukið rými. En ég er samt maxímalisti: ég fagna geymslum fullum af aflögðum nytjahlutum, hrúgum af ósamstæðu glingri, hillum fullum af hlutum sem eru ekki til neins, og ótal bókum sem hafa að geyma, hver og ein, sinn alheim.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun