Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar 16. júlí 2017 16:00 Jim Carrey og Lauren Holly í atriðinu óborganlega. Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira