Baðherbergin verða tekin fyrir í næsta þætti af Blokk 925, þar sem tvö teymi fá frjálsar hendur við að innrétta íbúðir. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.05 annað kvöld á Stöð 2.
Í þáttunum er fylgst með teymunum tveimur sem taka hvort sína íbúðina á Ásbrú í gegn. Markmiðið er að eignast eigið heimili án þess að greiða mörg hundurð þúsund krónur fyrir fermetrann. Um er að ræða áttatíu fermetra t-laga íbúðir með gluggum á einni hlið.
Sjá má stutt brot úr síðasta þætti í spilaranum hér að ofan.
