Freyr: Mér leið í fyrsta sinn eins og súperstjörnu 15. júlí 2017 13:45 Freyr Alexandersson. vísir/tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var eins og aðrir í kringum íslenska liðið snortinn af kveðjustundinni sem stelpurnar okkar fengu í Leifsstöð í gær þegar þær héldu til Hollands á EM 2017. Margmenni mætti til að kveðja íslensku stelpurnar og trúðu þær og þjálfarinn vart hvað var að gerast. „Ég held að ég hafi sagt við Ása eftir að við komumst í gegnum mannhafið að þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og einhverri súperstjörnu," sagði Freyr við Vísi á æfingu landsliðsins í Ermelo í dag. „Þegar að þetta hlið opnaðist kom bara blátt haf á móti manni, tónlist og allt kolvitlaust. Þetta var óraunverulegt en geggjuð minning. Maður á eftir að horfa til baka og hugsa að þetta var eitthvað. Maður naut þess geðveikt í gær en núna er einbeitingin sett á æfinguna.“ Íslenska liðið hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu, leikið í auglýsingum og þurft að árita myndir fyrir ungviðið. Nóg hefur verið að gera. „Það sem er gott er að ég var búinn að undirbúa liðið fyrir svona áreiti. Við erum búin að tala um hvernig við stjórnum tilfinningunum. Ég leyfði þeim að njóta kvöldsins. Við erum með fjögurra klukkustunda reglu. Þær fengu að njóta í gær en núna eru allir ferskir og ekki annað að sjá nema allir séu klárir í æfinguna,“ sagði Freyr en hvernig er svo andlegt ástand á liðinu núna? „Ég finn ekki fyrir neinu öðru en mikilli einbeitingu hjá liðinu en auðvitað erum við meðvituð um að þetta er á öðru stigi en nokkurn tíma áður. Það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki upplifað neitt í líkingu við þetta. En þær eru samt svo ískaldar og flottar að ég hef ekki áhyggjur af einu né neinu.“ Fyrsti leikur er á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Frakkar eru með eitt besta liðið á mótinu. Hvernig ætla íslensku stelpurnar að leggja þær að velli? „Við þurfum að verjast mjög vel. Við þurfum að geta blandað varnarleiknum í pressu og að gera varist djúp. Við erum búin að fara yfir það og hvernig við ætlum að halda einbeitingu í því. Við eigum ekki erfitt með að pressa. Það verður í lagi. Ég hef meiri áhyggjur af lengi köflum í lágpressu,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var eins og aðrir í kringum íslenska liðið snortinn af kveðjustundinni sem stelpurnar okkar fengu í Leifsstöð í gær þegar þær héldu til Hollands á EM 2017. Margmenni mætti til að kveðja íslensku stelpurnar og trúðu þær og þjálfarinn vart hvað var að gerast. „Ég held að ég hafi sagt við Ása eftir að við komumst í gegnum mannhafið að þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og einhverri súperstjörnu," sagði Freyr við Vísi á æfingu landsliðsins í Ermelo í dag. „Þegar að þetta hlið opnaðist kom bara blátt haf á móti manni, tónlist og allt kolvitlaust. Þetta var óraunverulegt en geggjuð minning. Maður á eftir að horfa til baka og hugsa að þetta var eitthvað. Maður naut þess geðveikt í gær en núna er einbeitingin sett á æfinguna.“ Íslenska liðið hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu, leikið í auglýsingum og þurft að árita myndir fyrir ungviðið. Nóg hefur verið að gera. „Það sem er gott er að ég var búinn að undirbúa liðið fyrir svona áreiti. Við erum búin að tala um hvernig við stjórnum tilfinningunum. Ég leyfði þeim að njóta kvöldsins. Við erum með fjögurra klukkustunda reglu. Þær fengu að njóta í gær en núna eru allir ferskir og ekki annað að sjá nema allir séu klárir í æfinguna,“ sagði Freyr en hvernig er svo andlegt ástand á liðinu núna? „Ég finn ekki fyrir neinu öðru en mikilli einbeitingu hjá liðinu en auðvitað erum við meðvituð um að þetta er á öðru stigi en nokkurn tíma áður. Það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki upplifað neitt í líkingu við þetta. En þær eru samt svo ískaldar og flottar að ég hef ekki áhyggjur af einu né neinu.“ Fyrsti leikur er á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Frakkar eru með eitt besta liðið á mótinu. Hvernig ætla íslensku stelpurnar að leggja þær að velli? „Við þurfum að verjast mjög vel. Við þurfum að geta blandað varnarleiknum í pressu og að gera varist djúp. Við erum búin að fara yfir það og hvernig við ætlum að halda einbeitingu í því. Við eigum ekki erfitt með að pressa. Það verður í lagi. Ég hef meiri áhyggjur af lengi köflum í lágpressu,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15
Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27
Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36
Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00
Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30