Emil Páls: Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:53 Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45
„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn