Golf

John Daly heimsótti Trump í Hvíta húsið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
John Daly er skrautlegur karakter.
John Daly er skrautlegur karakter. vísir/getty
Kylfingurinn skrautlegi John Daly fór í heimsókn í Hvíta húsið í dag ásamt fjölskyldu sinni.

Þar hitti Daly mikinn vin sinn, sjálfan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.

Daly og Trump hafa verið vinir í aldarfjórðung, eða allt frá því þeir spiluðu fyrst golf saman árið 1992.

Það er fast sótt að Trump þessa dagana en Daly stendur þétt við bakið á sínum manni og hefur hrósað honum í hástert opinberlega.

Hér fyrir neðan má sjá mynd sem Daly birti á Twitter af Daly-fjölskyldunni með Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×