Þýska félagið Hertha Berlin hefur gert samning við leikmanninn fyrir komandi tímabil en liðið varð í sjötta sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Jürgen Klinsmann spilaði alltaf fremst á vellinum en sonur Jonathan hans er aftur á móti markvörður.
Jonathan Klinsmann er fæddur í apríl 1997 í Newport Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum en pabbi hans var þá 33 ára gamall að að spila með Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni.
Jonathan hefur æft með Herthu-liðinu frá því að æfingar byrjuðu eftir sumarfrí og stóð sig það vel á æfingunum að hann fékk samning. Hann er 194 sentímetra á hæð og því mun hærri en pabbi sinn sem er 181 sentímetrar.
Den ersten offiziellen Termin als Hertha-Profi hat Jonathan #Klinsmann jetzt auch schon mit Bravour gemeistert. #teamfoto#hahohepic.twitter.com/uu4BO44Idt
— Hertha BSC (@HerthaBSC) July 11, 2017
Jonathan Klinsmann verður þó líklegast þriðji markvörður liðsins á eftir þeim Rune Almenning Jarstein og Thomas Kraft.
Jonathan hefur spilað unglingalandsliðsleiki fyrir Bandaríkin og var einnig leikmaður UC Berkeley háskólaliðsins í Bandaríkjunum. Hann er bæði með þýskt og bandarískt ríkisfang.
Jürgen Klinsmann skoraði á sínum tíma 47 mörk í 108 leikjum fyrir vestur-þýska og þýska landsliðið en hann afrekaði það að skora á sex stórmótum á ferlinum. Hann hefur þjálfað bæði þýska og bandaríska landsliðið eftir að skórnir fóru upp á hillu.
Klinsmann wird Herthaner: https://t.co/tuWG8CD2vg#hahohepic.twitter.com/2EKyi9vIzj
— Hertha BSC (@HerthaBSC) July 11, 2017