Það er ein vika í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í fótbolta í Hollandi og fjöldi Íslendinga mun hvetja íslensku stelpurnar áfram á pöllunum.
Kvennalandsliðið í fótbolta hefur eytt síðustu dögum í æfingabúðum á Íslandi en stelpurnar munu síðan fara út til Hollands í lok vikunnar.
Það er mikill áhugi hér heima á leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og það gekk vel hjá KSÍ að selja miða á leikina í riðlakeppninni.
KSÍ hvetur nú þá stuðningsmenn sem ætla að leggja leið sína til Hollands að sækja miða sína á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli sem allra fyrst. Skrifstofan er opin alla virka frá átta til fjögur.
Ísland spilar fyrst við Frakkland í Tilburg 18. júlí en svo taka við leikir á móti Sviss (22. júlí) og Austurríki (26. júlí).
Miðarnir á EM-leiki stelpnanna bíða á skrifstofu KSÍ
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


