Ed Sheeran hefur aldrei upplifað jafn mikið hatur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júlí 2017 21:07 Samhliða velgengni upplifir Ed Sheeran mikið hatur. Vísir/getty “Eina leiðin til að þagga niður í neikvæðum röddum þeirra sem vilja þér ekki vel er að halda áfram að ná árangri”. Þessi heilræði gefur Ed Sheeran aðdáendum sínum í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q. „Fólk virkilega hatar lagið Galway girl,“ heldur Sheeran áfram og segir að hann sé oft uppnefndur „beige“ fyrir að vera frekar litlaus. Þrátt fyrir það segist hann vera algjörlega ósammála, því ef allt sem hann gerði væri svona óáhugavert væri umræðan ekki svona eldfim og tónlistin umdeild. Félagi hans, Benny Blanco, varaði hann við halda Galway girl á plötunni því hann taldi það vera hans versta lag til þessa. Auk þess þótti flestum í útgafufyrirtækinu Asylum records lagið ekki líklegt til vinsælda. Ed segir þó að hann sé svo þrjóskur og hafi því haldið laginu inni. Hann segist vilja vita hvað fólki finnist um tónlist sína og jafnvel þó að gagnrýnendur séu hatrammir í sinn garð en í þessu tilviki þá vissi hann innst inni að lagið virkaði enda fór það alla leið í fyrsta sæti vinsældarlistans á Írlandi.Sheeran segist ekki skilja hvernig fólk, sem hann hefur aldrei hitt, geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan.Vísir/gettyAð hafa metsöluplötur á ferilskránni virðist hafa sínar góðu og slæmu hliðar. „Ég hef aldrei upplifað eins mikið hatur á ævinni en jafnframt hef ég aldrei fundið fyrir eins mikilli aðdáun,“ segir Sheeran en bætir jafnframt við að samhliða mótlætinu tvíeflist hann og segist hann fyllast miklum eldmóð þegar heimurinn sé á móti sér. Hann telur þetta þó vera frekar hættulegt tímabil þegar hann er kominn í þessa stöðu því stöðuleikinn og jarðtengingin sé engin og með hverjum nýjum flutningi sé hann á vissan hátt að reyna að láta fólki líka við sig. Hann segist þó skilja vel að öllum líki ekki við tónlistina því það hafi ekki allir sama tónlistarsmekk og hann sjálfur en hann segist þó ekki skilja hvernig fólk sem hann hefur aldrei hitt geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan. Sheeran telur sig alls ekki vera hæfileikaríkan, hann hafi aldrei farið í háskóla og sé hvorki besti gítarleikarinn, söngvarinn né textahöfundurinn en þetta sé bara spurning um að halda áfram og ekki gefast upp. Hann segir að enginn sem hann þekkti hafi búist við neinu af sér nema pabbi sinn. Það gerðu allir grín að söng og textasmíði hans og það hafi orðið til þess að hann hafi þar með viljað sína öllum að þeir hefðu rangt fyrir sér. Hann mundi komast áfram í lífinu.Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið umdeilda. Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
“Eina leiðin til að þagga niður í neikvæðum röddum þeirra sem vilja þér ekki vel er að halda áfram að ná árangri”. Þessi heilræði gefur Ed Sheeran aðdáendum sínum í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q. „Fólk virkilega hatar lagið Galway girl,“ heldur Sheeran áfram og segir að hann sé oft uppnefndur „beige“ fyrir að vera frekar litlaus. Þrátt fyrir það segist hann vera algjörlega ósammála, því ef allt sem hann gerði væri svona óáhugavert væri umræðan ekki svona eldfim og tónlistin umdeild. Félagi hans, Benny Blanco, varaði hann við halda Galway girl á plötunni því hann taldi það vera hans versta lag til þessa. Auk þess þótti flestum í útgafufyrirtækinu Asylum records lagið ekki líklegt til vinsælda. Ed segir þó að hann sé svo þrjóskur og hafi því haldið laginu inni. Hann segist vilja vita hvað fólki finnist um tónlist sína og jafnvel þó að gagnrýnendur séu hatrammir í sinn garð en í þessu tilviki þá vissi hann innst inni að lagið virkaði enda fór það alla leið í fyrsta sæti vinsældarlistans á Írlandi.Sheeran segist ekki skilja hvernig fólk, sem hann hefur aldrei hitt, geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan.Vísir/gettyAð hafa metsöluplötur á ferilskránni virðist hafa sínar góðu og slæmu hliðar. „Ég hef aldrei upplifað eins mikið hatur á ævinni en jafnframt hef ég aldrei fundið fyrir eins mikilli aðdáun,“ segir Sheeran en bætir jafnframt við að samhliða mótlætinu tvíeflist hann og segist hann fyllast miklum eldmóð þegar heimurinn sé á móti sér. Hann telur þetta þó vera frekar hættulegt tímabil þegar hann er kominn í þessa stöðu því stöðuleikinn og jarðtengingin sé engin og með hverjum nýjum flutningi sé hann á vissan hátt að reyna að láta fólki líka við sig. Hann segist þó skilja vel að öllum líki ekki við tónlistina því það hafi ekki allir sama tónlistarsmekk og hann sjálfur en hann segist þó ekki skilja hvernig fólk sem hann hefur aldrei hitt geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan. Sheeran telur sig alls ekki vera hæfileikaríkan, hann hafi aldrei farið í háskóla og sé hvorki besti gítarleikarinn, söngvarinn né textahöfundurinn en þetta sé bara spurning um að halda áfram og ekki gefast upp. Hann segir að enginn sem hann þekkti hafi búist við neinu af sér nema pabbi sinn. Það gerðu allir grín að söng og textasmíði hans og það hafi orðið til þess að hann hafi þar með viljað sína öllum að þeir hefðu rangt fyrir sér. Hann mundi komast áfram í lífinu.Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið umdeilda.
Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira