Ólafía: Aðalmálið að halda skorinu nálægt pari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júlí 2017 18:53 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var sátt við spilamennskuna á opna skoska meistaramótinu í dag en hún spilaði á pari vallarins við afar krefjandi aðstæður. Ólafía var í sjötta sæti þegar keppni hófst í dag og endaði í 6.-8. sæti í lok dags. Hún lék á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana, sex höggum á eftir fremsta kylfingi. „Ég er bara ánægð með ahafa haldið skorinu nálægt pari, það var aðalmálið,“ sagði Ólafía stuttu eftir að hún lauk leik í dag. Það var mikil rigning á vellinum í dag og kröftugur vindur eins og hina dagana. Hún verður því í toppbaráttu þegar keppni hefst á morgun og í dauðafæri að koma sér ofar á peningalista LPGA-mótaraðarinnar, sem hefur mikla þýðingu fyrir hana. „Ég vona að ég spili svipað golf og ég hef gert hingað til - verði bara þolinmóð og reyni að eiga við vindinn þannig,“ sagði Ólafía. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 14.00 á Golfstöðinni á morgun. Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var sátt við spilamennskuna á opna skoska meistaramótinu í dag en hún spilaði á pari vallarins við afar krefjandi aðstæður. Ólafía var í sjötta sæti þegar keppni hófst í dag og endaði í 6.-8. sæti í lok dags. Hún lék á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana, sex höggum á eftir fremsta kylfingi. „Ég er bara ánægð með ahafa haldið skorinu nálægt pari, það var aðalmálið,“ sagði Ólafía stuttu eftir að hún lauk leik í dag. Það var mikil rigning á vellinum í dag og kröftugur vindur eins og hina dagana. Hún verður því í toppbaráttu þegar keppni hefst á morgun og í dauðafæri að koma sér ofar á peningalista LPGA-mótaraðarinnar, sem hefur mikla þýðingu fyrir hana. „Ég vona að ég spili svipað golf og ég hef gert hingað til - verði bara þolinmóð og reyni að eiga við vindinn þannig,“ sagði Ólafía. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 14.00 á Golfstöðinni á morgun.
Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15