Ljúffengar muffins í hollari kantinum Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 15:00 Volgar bláberjamuffins klikka aldrei. NORDICPHOTOS/GETTY Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar. Matur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar.
Matur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira