Met í hvalaskoðun en útlit fyrir lægð í haust Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Um 1.500 manns sigldu frá Húsavík á mánudag. Mynd/Norðursigling Norðursigling Met var slegið í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu á Húsavík á mánudag þegar rúmlega þúsund farþegar fóru á vegum fyrirtækisins frá Húsavík á einum degi. „Það fóru hátt í 1.500 manns í heildina, að hinum fyrirtækjunum meðtöldum, frá Húsavík þann dag,“ segir Oddvar Haukur Árnason, flotaútgerðarstjóri Norðursiglingar. Á hverju ári síðustu árin hefur farþegamet verið slegið hjá Norðursiglingu þar sem ferðum og bátum hefur fjölgað hjá fyrirtækinu en ekki var búist við að metið yrði slegið nú í ár. „Metið okkar í fyrra var um 950 manns. Það virðist einhver stöðnun vera að eiga sér stað á markaðnum núna. Útlit er fyrir stöðnun það sem eftir er sumars og svo gæti orðið fækkun seinni hlutann í ágúst og í haust miðað við í fyrra,“ segir Oddvar. Fyrirtækið rekur einnig gististaði og veitingarekstur. „Þar er mikið hrun. Það virðist sem fólk sé frekar að njóta afþreyingar á svæðinu en sparar við sig í mat, kaupir í matvöruverslunum og það gistir ekki á Húsavík,“ segir Oddvar. „Það verður allavega ekki hrun í hvalaskoðun eins og í veitinga- og gistigeiranum. Þegar fólk er komið hingað norður er það þessi afþreying sem það er að leita að, en við gerum ráð fyrir fækkun á næsta ári.“ Norðursigling hefur selt skipulagðar hvalaskoðunarferðir í 23 ár. Oddvar segir sterkt gengi krónunnar spila mest inn í. „Fólk stoppar skemur á Íslandi. Það er nógu erfitt að fá fólk inn á Norðurlandið, svo þarf að fá það af þjóðveginum inn til Húsavíkur. Því skemur sem fólk stoppar því minni tíma hefur það til þess að skoða fleiri staði sem eru lengra frá. Við höfum eðlilega áhyggjur af þessum hlutum.“ Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, segir að töluvert minna sé að gera í hvalaskoðun hjá hennar fyrirtæki í Reykjavík heldur en síðustu árin. „Þetta er eins og svona fyrir þremur árum. Ég held að í flestallri afþreyingu sé minna að gera. Það byrjaði eftir páska þá datt pínu úr þessu. Svo byrjaði júlí ágætlega. Þannig séð er þetta ágætis sumar. En síðasta sumar var metár.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Met var slegið í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu á Húsavík á mánudag þegar rúmlega þúsund farþegar fóru á vegum fyrirtækisins frá Húsavík á einum degi. „Það fóru hátt í 1.500 manns í heildina, að hinum fyrirtækjunum meðtöldum, frá Húsavík þann dag,“ segir Oddvar Haukur Árnason, flotaútgerðarstjóri Norðursiglingar. Á hverju ári síðustu árin hefur farþegamet verið slegið hjá Norðursiglingu þar sem ferðum og bátum hefur fjölgað hjá fyrirtækinu en ekki var búist við að metið yrði slegið nú í ár. „Metið okkar í fyrra var um 950 manns. Það virðist einhver stöðnun vera að eiga sér stað á markaðnum núna. Útlit er fyrir stöðnun það sem eftir er sumars og svo gæti orðið fækkun seinni hlutann í ágúst og í haust miðað við í fyrra,“ segir Oddvar. Fyrirtækið rekur einnig gististaði og veitingarekstur. „Þar er mikið hrun. Það virðist sem fólk sé frekar að njóta afþreyingar á svæðinu en sparar við sig í mat, kaupir í matvöruverslunum og það gistir ekki á Húsavík,“ segir Oddvar. „Það verður allavega ekki hrun í hvalaskoðun eins og í veitinga- og gistigeiranum. Þegar fólk er komið hingað norður er það þessi afþreying sem það er að leita að, en við gerum ráð fyrir fækkun á næsta ári.“ Norðursigling hefur selt skipulagðar hvalaskoðunarferðir í 23 ár. Oddvar segir sterkt gengi krónunnar spila mest inn í. „Fólk stoppar skemur á Íslandi. Það er nógu erfitt að fá fólk inn á Norðurlandið, svo þarf að fá það af þjóðveginum inn til Húsavíkur. Því skemur sem fólk stoppar því minni tíma hefur það til þess að skoða fleiri staði sem eru lengra frá. Við höfum eðlilega áhyggjur af þessum hlutum.“ Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, segir að töluvert minna sé að gera í hvalaskoðun hjá hennar fyrirtæki í Reykjavík heldur en síðustu árin. „Þetta er eins og svona fyrir þremur árum. Ég held að í flestallri afþreyingu sé minna að gera. Það byrjaði eftir páska þá datt pínu úr þessu. Svo byrjaði júlí ágætlega. Þannig séð er þetta ágætis sumar. En síðasta sumar var metár.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira